Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. apríl 2025 07:15 Fjárfestar í kauphöllinni í New York fylgjast spenntir með nýjustu upplýsingum frá forsetanum sem hefur margoft skipt um kúrs á síðustu dögum. AP Photo/Seth Wenig Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. Þegar hann dró í land að stærstum hluta í fyrradag, og setti tollahækkanir á ís, tóku markaðir við sér en það entist ekki lengi og lækkun varð í kauphöllinni í New York í gær á ný. Sömu sögu hefur verið að segja af Asíumörkuðum í nótt og óvissan um hvað gerist næst er greinilega ekki að fylla fjárfesta á hlutabréfamarkaði sjálfstrausti. Þessvegna verður gullið fyrir valinu en góðmálmurinn er yfirleitt talin ein öruggasta fjárfesting sem völ er á. Trump hefur enn bætt í hótanir sínar gagnvart Kína og segir nú að tollur á vörur frá Kína sé 145 prósent. Þar af sé sérstakur 20 prósenta tollur sem hann sett á dögunum vegna ólöglegs fentanýls innflutnings til Bandaríkjanna enn í gildi. Trump segist þó enn vera bjartsýnn á að hægt verði að komast að einhverskonar samkomulagi við Kínverja, sem hafa á móti hótað himinháum tollum á bandarískar vörur. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna. Viðskiptaþvinganir Donald Trump Bandaríkin Kauphöllin Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þegar hann dró í land að stærstum hluta í fyrradag, og setti tollahækkanir á ís, tóku markaðir við sér en það entist ekki lengi og lækkun varð í kauphöllinni í New York í gær á ný. Sömu sögu hefur verið að segja af Asíumörkuðum í nótt og óvissan um hvað gerist næst er greinilega ekki að fylla fjárfesta á hlutabréfamarkaði sjálfstrausti. Þessvegna verður gullið fyrir valinu en góðmálmurinn er yfirleitt talin ein öruggasta fjárfesting sem völ er á. Trump hefur enn bætt í hótanir sínar gagnvart Kína og segir nú að tollur á vörur frá Kína sé 145 prósent. Þar af sé sérstakur 20 prósenta tollur sem hann sett á dögunum vegna ólöglegs fentanýls innflutnings til Bandaríkjanna enn í gildi. Trump segist þó enn vera bjartsýnn á að hægt verði að komast að einhverskonar samkomulagi við Kínverja, sem hafa á móti hótað himinháum tollum á bandarískar vörur. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna.
Viðskiptaþvinganir Donald Trump Bandaríkin Kauphöllin Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira