Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 16:46 Mohamed Salah hæstánægður með nýja samninginn við Liverpool. Getty/Andrew Powell Arne Slot var að vonum himinlifandi í dag þegar hann ræddi um þá ákvörðun Mohamed Salah að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Hann sagði félagið hafa lagt mjög mikið á sig til að landa samningi og grínaðist með að það þýddi vanalega að lagðar hefðu verið fram háar fjárhæðir. Slot benti á að Salah hefði í raun getað valið að fara til hvaða félags sem er í heiminum en ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Liverpool. „Ég er auðvitað mjög glaður. Hann hefur sýnt það í svo mörg ár í röð hjá þessu félagi hve mikils virði hann er fyrir liðið og félagið í heild. Við erum hæstánægðir með að hann hafi framlengt til tveggja ára og vonandi sýnir hann á sunnudaginn [gegn West Ham] hversu mikilvægur hann hefur verið allt tímabilið fyrir okkur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Miðað við hve stutt er þar til að fyrri samningur Salah átti að renna út hafa eflaust margir stuðningsmenn Liverpool óttast að þessi 32 ára Egypti myndi kveðja í sumar. „Léttir? Fyrir stuðningsmennina reikna ég með. En það kemur ykkur ekki á óvart að ég vissi aðeins betur stöðuna á samningaviðræðunum yfir leiktíðina. Kannski var þetta óvænt ánægja fyrir stuðningsmennina Ég hef vitað talsvert lengur að allt stefndi í rétta átt. Richard Hughes [yfirmaður íþróttamála] á mikið hrós skilið því Mo Salah hefði, sem samningslaus leikmaður, getað farið til hvaða félags sem er. En hann hélt kyrru fyrir hjá okkur og fyrir það á Richard hrós skilið,“ sagði Slot sem vildi ekki meina að hann hefði sjálfur átt mikinn þátt í ákvörðun Salah. 🗣️ "Hopefully, he can show Sunday how important he is to us"Arne Slot speaks about Mo Salah after the player committed his future to Liverpool until 2027 🔴 pic.twitter.com/0mb4kOZTMU— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 11, 2025 „Ég er hluti af ferlinu en ég held að ég verðskuldi nú ekki mikið hrós. Þetta er fyrst og fremst val Mo og umboðsmanns hans. Í öðru lagi lagði félagið – FSG, Richard, Michael Edwards – mikið í sölurnar til að hann framlengdi. Það þýðir aðallega peningar,“ sagði Slot. BBC segir ljóst að Salah lækki ekki í launum, frá því að hann samdi um 350.000 pund á viku í síðasta samningi. Hann fær því ekki minna en 8,6 milljónir króna í laun á dag. „En þetta snerist ekki bara um peninga. Þetta sýnir líka að það er ekki bara þessi leiktíð sem er góð. Við ætlum líka að eiga mjög góða næstu leiktíð og ég held að Mo sé sannfærður um að við eigum fína möguleika á því,“ sagði Slot og benti á að það að halda Salah hlyti að hjálpa til við að fá aðra til að skrifa undir hjá félaginu. 🚨 Arne Slot: “If I’d put myself in the shoes of a player we might want to sign, it is always nice to tell them while presenting our project that Mo Salah has signed a new contract”. pic.twitter.com/8GK3pdLgof— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 11, 2025 Hollendingurinn ræddi einnig um mikilvægi þess að hafa kantmann í sínu liði sem væri í allra fremstu röð. Mikilvægi þeirra í nútímafótbolta væri enn að aukast að undanförnu. „Ef ég skoða alla kantmennina í fótboltaheiminum þá sé ég þá ekki vera að yfirspila andstæðinga sína allan tímann, í 90 mínútur. Kantmenn þurfa að vera skapandi og það er það erfiðasta við fótbolta, sérstaklega gegn lágri blokk sem margir góðir kantmenn þurfa að eiga við þessa dagana. Það er eðlilegt að menn missi stundum boltann eða að eitthvað klikki hjá þeim. En heilt yfir þá hefur Mo gríðarleg áhrif á okkar leik með mörkum sínum og stoðsendingum, og það er ekki það eina. Hann er mikil ógn en hann er ekki sá eini. Kantmenn eru að verða meira og meira mikilvægir í nútímafótbolta því liðin verjast sífellt aftar. Ef maður skoðar Raphinha, Lamine Yamal, Kvicha Kvaratskhelia, Desire Doue, Bukayo Saka eða Gabriel Martinelli þá geta þeir allir opnað öftustu línu og skapað færi. Það er það sem Mo gerir fyrir okkur,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Slot benti á að Salah hefði í raun getað valið að fara til hvaða félags sem er í heiminum en ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Liverpool. „Ég er auðvitað mjög glaður. Hann hefur sýnt það í svo mörg ár í röð hjá þessu félagi hve mikils virði hann er fyrir liðið og félagið í heild. Við erum hæstánægðir með að hann hafi framlengt til tveggja ára og vonandi sýnir hann á sunnudaginn [gegn West Ham] hversu mikilvægur hann hefur verið allt tímabilið fyrir okkur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Miðað við hve stutt er þar til að fyrri samningur Salah átti að renna út hafa eflaust margir stuðningsmenn Liverpool óttast að þessi 32 ára Egypti myndi kveðja í sumar. „Léttir? Fyrir stuðningsmennina reikna ég með. En það kemur ykkur ekki á óvart að ég vissi aðeins betur stöðuna á samningaviðræðunum yfir leiktíðina. Kannski var þetta óvænt ánægja fyrir stuðningsmennina Ég hef vitað talsvert lengur að allt stefndi í rétta átt. Richard Hughes [yfirmaður íþróttamála] á mikið hrós skilið því Mo Salah hefði, sem samningslaus leikmaður, getað farið til hvaða félags sem er. En hann hélt kyrru fyrir hjá okkur og fyrir það á Richard hrós skilið,“ sagði Slot sem vildi ekki meina að hann hefði sjálfur átt mikinn þátt í ákvörðun Salah. 🗣️ "Hopefully, he can show Sunday how important he is to us"Arne Slot speaks about Mo Salah after the player committed his future to Liverpool until 2027 🔴 pic.twitter.com/0mb4kOZTMU— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 11, 2025 „Ég er hluti af ferlinu en ég held að ég verðskuldi nú ekki mikið hrós. Þetta er fyrst og fremst val Mo og umboðsmanns hans. Í öðru lagi lagði félagið – FSG, Richard, Michael Edwards – mikið í sölurnar til að hann framlengdi. Það þýðir aðallega peningar,“ sagði Slot. BBC segir ljóst að Salah lækki ekki í launum, frá því að hann samdi um 350.000 pund á viku í síðasta samningi. Hann fær því ekki minna en 8,6 milljónir króna í laun á dag. „En þetta snerist ekki bara um peninga. Þetta sýnir líka að það er ekki bara þessi leiktíð sem er góð. Við ætlum líka að eiga mjög góða næstu leiktíð og ég held að Mo sé sannfærður um að við eigum fína möguleika á því,“ sagði Slot og benti á að það að halda Salah hlyti að hjálpa til við að fá aðra til að skrifa undir hjá félaginu. 🚨 Arne Slot: “If I’d put myself in the shoes of a player we might want to sign, it is always nice to tell them while presenting our project that Mo Salah has signed a new contract”. pic.twitter.com/8GK3pdLgof— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 11, 2025 Hollendingurinn ræddi einnig um mikilvægi þess að hafa kantmann í sínu liði sem væri í allra fremstu röð. Mikilvægi þeirra í nútímafótbolta væri enn að aukast að undanförnu. „Ef ég skoða alla kantmennina í fótboltaheiminum þá sé ég þá ekki vera að yfirspila andstæðinga sína allan tímann, í 90 mínútur. Kantmenn þurfa að vera skapandi og það er það erfiðasta við fótbolta, sérstaklega gegn lágri blokk sem margir góðir kantmenn þurfa að eiga við þessa dagana. Það er eðlilegt að menn missi stundum boltann eða að eitthvað klikki hjá þeim. En heilt yfir þá hefur Mo gríðarleg áhrif á okkar leik með mörkum sínum og stoðsendingum, og það er ekki það eina. Hann er mikil ógn en hann er ekki sá eini. Kantmenn eru að verða meira og meira mikilvægir í nútímafótbolta því liðin verjast sífellt aftar. Ef maður skoðar Raphinha, Lamine Yamal, Kvicha Kvaratskhelia, Desire Doue, Bukayo Saka eða Gabriel Martinelli þá geta þeir allir opnað öftustu línu og skapað færi. Það er það sem Mo gerir fyrir okkur,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira