Júlíus gekk til liðs við Elfsborg í Svíþjóð frá Fredrikstad í Noregi í byrjun árs og er einn dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Hann var í byrjunarliðinu fyrstu tvo leikina, en var tekinn meiddur af velli um miðjan seinni hálfleik gegn Malmö og spilaði ekki gegn Norrköping í gær.
Aftonbladet greindi frá því að í myndatöku hafi brákað bein komið í ljós.
Júlíus bætist því við á lista yfir meidda miðjumenn en Elfsborg saknar einnig Arber Zeneli og Jens Jakob Thomasen. Hvorugur þeirra hefur tekið þátt á tímabilinu hingað til.