Enski boltinn

Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willum Þór Willumsson í úrslitaleiknum á Wembley í dag.
Willum Þór Willumsson í úrslitaleiknum á Wembley í dag. getty/Adam Davy

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem tapaði 0-2 fyrir Peterborough United í úrslitaleik neðri deildanna á Englandi á Wembley í dag.

Í gær varð Birmingham C-deildarmeistari þrátt fyrir að spila ekki.

Liðið gat bætt öðrum titli við á Wembley í dag en varð ekki kápan úr því klæðinu.

Peterborough var 0-2 yfir eftir fyrri hálfleikinn. Willum var tekinn af velli í hálfleik en allt kom fyrir ekki hjá Birmingham.

Peterborough hélt forystunni og vann á endanum 0-2 sigur. Þetta er annað árið í röð sem liðið vinnur bikarkeppni neðri deildanna.

Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Birmingham í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×