Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 08:30 Aivi Luik missti af tækifærinu á því að vera með á Ólympíuleikunum í París en nú er komið í ljós að hún var ranglega sakfelld. Getty/Albert Perez Ástralska knattspyrnukonan Aivi Luik féll á lyfjaprófi í fyrra og var í kjölfarinu dæmd í þriggja mánaða bann. Nú hefur hún verið sýknuð og fengið uppreisn æru sinnar. Í ljós kom að félag hennar hafði gert stór mistök. Luik lék með ítalska félaginu Pomigliano á þeim tíma en nú er hún hjá BK Häcken í Svíþjóð. „Heiðarleiki skiptir mig miklu máli og þetta tók mikinn toll af mér. Ég vildi ekki að fólk sæi mig sem svindlara,“ sagði Aivi Luik við Aftonbladet í Svíþjóð. Hún hefur hreinsað nafnið sitt en þetta kostaði hana ekki bara vanlíðan því þetta kostaði hana einnig þátttöku í Ólympíuleikunum í París með ástalska landsliðinu. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig en ég fékk líka mikinn stuðning. Þetta var allt svolítið yfirþyrmandi,“ sagði Aivi. Hin fertuga Luik vissi auðvitað sannleikann en var að hugsa um að áfrýja ekki dómnum. Það er dýrt að áfrýja til Íþróttadómstólsins. Titta vem som är tillbaka 😍Welcome back, Aivi Luik 💛🖤#bkhäcken pic.twitter.com/lKt2glC4RH— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 28, 2024 „Ég sagði að það væri kannski ekki þess virði. Fólk sem þekkir mig vissi að ég myndi ekki svindla og það væri bara nóg,“ sagði Aivi. Alexis Schoeb, lögmaður hennar, gaf sig ekki og pressaði á hana að áfrýja. „Hann vildi virkilega berjast fyrir réttlætinu. Ég er svo ánægð að við gerðum það og fengum þessa niðurstöðu. Ég á honum svo mikið að þakka,“ sagði Aivi. „Ég veit að ég er ekki sú eina og það eru margir sem hafa þurft að upplifa svipaða hluti. Að vera sakfelldur fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki. Það hafa ekki allir verið eins heppnir og ég,“ sagði Aivi. „Kerfið er ekki fullkomið en ég vona að fólk fái aðstoð strax svo að þetta þurfi ekki að fara svona langt,“ sagði Aivi. Hún getur þó ekki spilað strax eftir að hafa fótbrotnað í vetur en ætlar sér að snúa aftur inn á völlinn sem fyrst. „Tímasetning var ekki sú besta en ég hlakka til að koma til baka og gefa liðinu allt mitt besta. Hjálpa félaginu sem stóð með mér allan tímann. Ég vil hjálpa okkur að vinna gullið,“ sagði Aivi. 📰🗞️🎇 Breaking news: Matildas No.169, Aivi Luik, has had her doping charge annulled...an innocent athlete finds justice...#Matildas #AiviLuik #AntiDoping #doping #WADA #FIFA #SIA #sportintegrity #integrity #justice pic.twitter.com/Rs4HrNi8w3— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) April 4, 2025 Sænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Í ljós kom að félag hennar hafði gert stór mistök. Luik lék með ítalska félaginu Pomigliano á þeim tíma en nú er hún hjá BK Häcken í Svíþjóð. „Heiðarleiki skiptir mig miklu máli og þetta tók mikinn toll af mér. Ég vildi ekki að fólk sæi mig sem svindlara,“ sagði Aivi Luik við Aftonbladet í Svíþjóð. Hún hefur hreinsað nafnið sitt en þetta kostaði hana ekki bara vanlíðan því þetta kostaði hana einnig þátttöku í Ólympíuleikunum í París með ástalska landsliðinu. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig en ég fékk líka mikinn stuðning. Þetta var allt svolítið yfirþyrmandi,“ sagði Aivi. Hin fertuga Luik vissi auðvitað sannleikann en var að hugsa um að áfrýja ekki dómnum. Það er dýrt að áfrýja til Íþróttadómstólsins. Titta vem som är tillbaka 😍Welcome back, Aivi Luik 💛🖤#bkhäcken pic.twitter.com/lKt2glC4RH— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 28, 2024 „Ég sagði að það væri kannski ekki þess virði. Fólk sem þekkir mig vissi að ég myndi ekki svindla og það væri bara nóg,“ sagði Aivi. Alexis Schoeb, lögmaður hennar, gaf sig ekki og pressaði á hana að áfrýja. „Hann vildi virkilega berjast fyrir réttlætinu. Ég er svo ánægð að við gerðum það og fengum þessa niðurstöðu. Ég á honum svo mikið að þakka,“ sagði Aivi. „Ég veit að ég er ekki sú eina og það eru margir sem hafa þurft að upplifa svipaða hluti. Að vera sakfelldur fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki. Það hafa ekki allir verið eins heppnir og ég,“ sagði Aivi. „Kerfið er ekki fullkomið en ég vona að fólk fái aðstoð strax svo að þetta þurfi ekki að fara svona langt,“ sagði Aivi. Hún getur þó ekki spilað strax eftir að hafa fótbrotnað í vetur en ætlar sér að snúa aftur inn á völlinn sem fyrst. „Tímasetning var ekki sú besta en ég hlakka til að koma til baka og gefa liðinu allt mitt besta. Hjálpa félaginu sem stóð með mér allan tímann. Ég vil hjálpa okkur að vinna gullið,“ sagði Aivi. 📰🗞️🎇 Breaking news: Matildas No.169, Aivi Luik, has had her doping charge annulled...an innocent athlete finds justice...#Matildas #AiviLuik #AntiDoping #doping #WADA #FIFA #SIA #sportintegrity #integrity #justice pic.twitter.com/Rs4HrNi8w3— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) April 4, 2025
Sænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira