Golf

Fyrsti nýi með­limurinn í 25 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scottie Scheffler klæðir hér Rory McIlroy í græna jakkann í gærkvöldi.
Scottie Scheffler klæðir hér Rory McIlroy í græna jakkann í gærkvöldi. Getty/Richard Heathcote

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili.

Með þessu hafði náði hann að loka alslemmu golfsins, það er vinna öll fjögur risamótin sem eru auk Mastersmótsins, PGA-meistaramótið, Opna breska meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið.

Það er óhætt að segja að slíku nái ekki margir. Í raun er McIlroy aðeins sjötti meðlimurinn í hópnum og sá fyrsti til að bætast í hann í 25 ár.

McIlroy hafði beðið lengi eftir sigri í Mastersmótinu því hann vann hinn þrjú risamótin á árunum 2010 til 2014. Hann var því búinn að bíða í ellefu ár.

McIlroy vann PGA-meistaramótið árin 2012 og 2014, hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2011 og hann vann Opna breska meistaramótið árið 2014.

Nú varð hann fyrsti nýi meðlimurinn í alslemmuhópnum síðan að Tiger Woods sem komst þangað með því að vinna bæði Opna bandaríska og Opna breska meistaramótið sumarið 2000.

Þar á undan hafði Jack Nicklaus náði þessu árið 1966 en hinir meðlimir alslemmuhópsins eru Gary Player (1965), Ben Hogan (1953) og Gene Sarazen (1935).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×