Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 08:56 Carmen Maja segir þeim fyrirtækjum vegna best sem setji einhverjar leikreglur um samskipti á vinnustaðnum. Hvað megi segja í tölvupóstum og hvenær megi senda þá til dæmis. Aðsend og Vísir/Getty Carmen Maja Valencia, klínískur sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast, segir óljósar starfslýsingar algengustu ástæðu gremju og togstreitu á vinnustöðum. Hún segir samskiptasáttmála mikilvæga innan fyrirtækja svo fólk viti hvað megi og hvað ekki. Carmen segir það þannig að ef fólk vinni ekki að því að fyrirbyggja slæm samskipti og setji ekki samskipti í fyrsta sæti frá upphafi kosti alltaf meira síðar að laga þau. Carmen ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en skrifaði líka grein á Vísi nýlega um sama mál. „Það sem við í Auðnast höfum séð í tölum er að ef við erum að grípa í samskiptin þegar þau eru orðin að vandamáli erum við yfirleitt komin í miklu stærri kostnaðarlið.“ Hún segir ekki alltaf hægt að leysa málin en því fyrr sem gripið sé inn í sé líklegra að það sé hægt að laga slæm samskipti. Carmen segir ýmislegt hægt að gera. Til dæmis sé hægt að setja reglur um samskipti í tölvupósti. Hún segir töluvert kynslóðabil í rafrænum samskiptum. Fyrstu kynslóðirnar sem fengu snjallsíma í hendurnar hafi ekki fengið neina handbók eða reglur með en þessar reglur séu búnar að myndast síðan og börn og ungmenni í dag græði á því. Það sé þó töluverður munur á því hvernig kynslóðir tjá sig rafrænt. Kynslóðabil í rafrænum samskiptum „Það er ólíkt eftir kynslóðum hvað er í lagi að setja í skrifleg samskipti og hvenær ekki,“ segir Carmen og að sömuleiðis sé ólíkt hvenær sé í lagi að senda til dæmis tölvupóst og skilaboð. „Út af tölvunum og símunum og tölvupóstinum er endalaust aðgengi að okkur. Ef einn einstaklingur ætlar að vinna fram eftir og senda tölvupóstana sína eftir fimm eða sex þá er mjög mikilvægt að nýta sér stillingar þar sem tölvupósturinn er kannski ekki að berast til samstarfsfélaga fyrr en morguninn eftir,“ segir Carmen. Þannig sé hægt að minnka líkurnar á því að það sé verið að auka álag á samstarfsfólk eða jafnvel búa til gremju. Hvað varðar mörk segir Carmen fyrirtækjum sem geri leikreglur yfirleitt farna betur. Í slíkum reglum sé hægt að fara yfir hvort fólk megi afþakka pósta eftir vinnutíma, hvað megi segja í tölvupósti og hvort og hvernig megi láta vita að einhver sé ósáttur við það hvernig er talað í tölvupósti. Vandamálið orðið stórt þegar fólk leitar aðstoðar Carmen segir oft ekki gripið inn í of seint. Sé einelti, ofbeldi eða áreitni á vinnustað verði það jafnvel stundum hluti af vinnustaðamenningunni. „Það verður oft ákveðin meðvirkni og jafnvel upplifum við ákveðin áhorfendaáhrif, sem kallast bystander effect, þar sem við verðum vitni að þessu, okkur þykir þetta óþægilegt og vitum að þetta er ekki í lagi en af því að enginn annar segir neitt gerum við það ekki heldur,“ segir Carmen. Í slíkum aðstæðum búist fólk alltaf við því að einhver annar segi eitthvað, sem endi svo yfirleitt með því að enginn segir neitt. Þegar vandinn er svo orðinn stærri endi það svo með því að einhver hringi í Auðnast til að fá sérfræðing á staðinn til að leysa málið. Hún segir heilmikið hægt að gera við slíkar aðstæður til að fyrirbyggja að eitthvað slíkt gerist í framtíðinni. Hún segir hendur þeirra bundnar af vinnurétti sem sé mjög sterkur. Réttur fólks sé ólíkur eftir því hvort þau vinni á opinberum markaði eða einkamarkaði en þegar slík mál eru leyst verði að fylgja þessum reglum og lögum. Öllum líði illa Hún segir það ekki endilega leysa málið að fjarlægja þann sem til dæmis beitir einelti. Einstaklingi sem gerir það líði jafnvel líka illa og það þurfi að taka tillit til þess. „Við sjáum að það eru fjölmargir þættir sem tikka inn í starfsánægju starfsmanns en það er merkilegt hvað ég hitti mikið af fólki sem segir að verkefnin séu skemmtileg, samstarfsfólk almennt skemmtilegt en út af kannski þessum eina tiltekna einstaklingi, það getur verið viðskiptavinur eða stjórnandi, þá brotnar spilaborgin undan því. Þá er allt orðið leiðinlegt.“ Hún segir að ef leikreglur séu ekki til staðar sé í raun verið að bjóða upp á fordæmi um að svona megi haga sér. Carmen bendir á að vinnulöggjöf um áreitni og einelti á vinnustað sé aðeins tíu ára gömul. Hún trúir því að það sé vitundarvakning í gangi. Carmen segir eina algengustu ástæðuna fyrir því að fólk upplifi streitu á vinnustað séu óljósar starfslýsingar. „Þetta er víða vandamál og veldur því að það verður gremja og togstreita á milli starfsmanna. Það halda margir að það sé algengara að það sé starfsmaður að upplifa einelti eða óheppileg samskipti af hálfu stjórnanda, en þetta fer í báðar áttir. Þannig við þurfum að vera meðvituð um að þessi óheppilegu samskipti geta átt sér stað á hvaða lagi sem er innan fyrirtækis,“ segir Carmen og að því erfiðara sem málið er komið sé oft erfiðara að ræða það. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Bítið Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Carmen segir það þannig að ef fólk vinni ekki að því að fyrirbyggja slæm samskipti og setji ekki samskipti í fyrsta sæti frá upphafi kosti alltaf meira síðar að laga þau. Carmen ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en skrifaði líka grein á Vísi nýlega um sama mál. „Það sem við í Auðnast höfum séð í tölum er að ef við erum að grípa í samskiptin þegar þau eru orðin að vandamáli erum við yfirleitt komin í miklu stærri kostnaðarlið.“ Hún segir ekki alltaf hægt að leysa málin en því fyrr sem gripið sé inn í sé líklegra að það sé hægt að laga slæm samskipti. Carmen segir ýmislegt hægt að gera. Til dæmis sé hægt að setja reglur um samskipti í tölvupósti. Hún segir töluvert kynslóðabil í rafrænum samskiptum. Fyrstu kynslóðirnar sem fengu snjallsíma í hendurnar hafi ekki fengið neina handbók eða reglur með en þessar reglur séu búnar að myndast síðan og börn og ungmenni í dag græði á því. Það sé þó töluverður munur á því hvernig kynslóðir tjá sig rafrænt. Kynslóðabil í rafrænum samskiptum „Það er ólíkt eftir kynslóðum hvað er í lagi að setja í skrifleg samskipti og hvenær ekki,“ segir Carmen og að sömuleiðis sé ólíkt hvenær sé í lagi að senda til dæmis tölvupóst og skilaboð. „Út af tölvunum og símunum og tölvupóstinum er endalaust aðgengi að okkur. Ef einn einstaklingur ætlar að vinna fram eftir og senda tölvupóstana sína eftir fimm eða sex þá er mjög mikilvægt að nýta sér stillingar þar sem tölvupósturinn er kannski ekki að berast til samstarfsfélaga fyrr en morguninn eftir,“ segir Carmen. Þannig sé hægt að minnka líkurnar á því að það sé verið að auka álag á samstarfsfólk eða jafnvel búa til gremju. Hvað varðar mörk segir Carmen fyrirtækjum sem geri leikreglur yfirleitt farna betur. Í slíkum reglum sé hægt að fara yfir hvort fólk megi afþakka pósta eftir vinnutíma, hvað megi segja í tölvupósti og hvort og hvernig megi láta vita að einhver sé ósáttur við það hvernig er talað í tölvupósti. Vandamálið orðið stórt þegar fólk leitar aðstoðar Carmen segir oft ekki gripið inn í of seint. Sé einelti, ofbeldi eða áreitni á vinnustað verði það jafnvel stundum hluti af vinnustaðamenningunni. „Það verður oft ákveðin meðvirkni og jafnvel upplifum við ákveðin áhorfendaáhrif, sem kallast bystander effect, þar sem við verðum vitni að þessu, okkur þykir þetta óþægilegt og vitum að þetta er ekki í lagi en af því að enginn annar segir neitt gerum við það ekki heldur,“ segir Carmen. Í slíkum aðstæðum búist fólk alltaf við því að einhver annar segi eitthvað, sem endi svo yfirleitt með því að enginn segir neitt. Þegar vandinn er svo orðinn stærri endi það svo með því að einhver hringi í Auðnast til að fá sérfræðing á staðinn til að leysa málið. Hún segir heilmikið hægt að gera við slíkar aðstæður til að fyrirbyggja að eitthvað slíkt gerist í framtíðinni. Hún segir hendur þeirra bundnar af vinnurétti sem sé mjög sterkur. Réttur fólks sé ólíkur eftir því hvort þau vinni á opinberum markaði eða einkamarkaði en þegar slík mál eru leyst verði að fylgja þessum reglum og lögum. Öllum líði illa Hún segir það ekki endilega leysa málið að fjarlægja þann sem til dæmis beitir einelti. Einstaklingi sem gerir það líði jafnvel líka illa og það þurfi að taka tillit til þess. „Við sjáum að það eru fjölmargir þættir sem tikka inn í starfsánægju starfsmanns en það er merkilegt hvað ég hitti mikið af fólki sem segir að verkefnin séu skemmtileg, samstarfsfólk almennt skemmtilegt en út af kannski þessum eina tiltekna einstaklingi, það getur verið viðskiptavinur eða stjórnandi, þá brotnar spilaborgin undan því. Þá er allt orðið leiðinlegt.“ Hún segir að ef leikreglur séu ekki til staðar sé í raun verið að bjóða upp á fordæmi um að svona megi haga sér. Carmen bendir á að vinnulöggjöf um áreitni og einelti á vinnustað sé aðeins tíu ára gömul. Hún trúir því að það sé vitundarvakning í gangi. Carmen segir eina algengustu ástæðuna fyrir því að fólk upplifi streitu á vinnustað séu óljósar starfslýsingar. „Þetta er víða vandamál og veldur því að það verður gremja og togstreita á milli starfsmanna. Það halda margir að það sé algengara að það sé starfsmaður að upplifa einelti eða óheppileg samskipti af hálfu stjórnanda, en þetta fer í báðar áttir. Þannig við þurfum að vera meðvituð um að þessi óheppilegu samskipti geta átt sér stað á hvaða lagi sem er innan fyrirtækis,“ segir Carmen og að því erfiðara sem málið er komið sé oft erfiðara að ræða það.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Bítið Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira