Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2025 12:03 Guðmundur Kristjánsson formaður SFS og forstjóri Brims. Vísir/Einar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Í 69 blaðsíðna skýrslu SFS með athugasemdum við frumvarp stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum er meðal annars vísað til greiningar KPMG á neikvæðum áhrifum breytinganna á tekjur sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg og einnig til greiningar Jakobsson Capital á áhrifum þeirra á verðmæti þeirra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á markaði. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og formaður samtakanna segir gagnrýnina beinast að vinnubrögðum matvælaráðherra og fjármálaráðherra. „Þarna koma þeir með drög að frumvarpi sem er illa rökstutt og vantar öll gögn. Það er ekkert farið í hverjar verða afleiðingarnar ef þetta fer í gegn. Þannig að þarna erum við að koma fram með gríðargóða greinargerð um hvað gæti gerst í okkar samfélagi ef þetta á að keyra í gegn eins og þau leggja þetta fram.“ Einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum Guðmundur segir grundvallarspurninguna þá hvort vinna eigi verðmæti úr fiski á Íslandi og skapa sem mesta atvinnu eða þá taka eins há veiðigjöld og hægt er og senda fiskinn óunninn úr landi. Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í vikunni að fulltrúar SFS hefðu setið marga fundi með fulltrúum stjórnvalda en ekki komið með neinar tillögur um það hvernig hægt væri að miða gjöldin við raunverulegt aflaverðmæti. „Þetta er nú svona frekar léttvægt hjá henni myndi ég segja,“ segir Guðmundur um þá gagnrýni. Hann segir deilur hafa verið um veiðigjöld og auðlindagjöld í áratugi á Íslandi. „Hér hafa verið skipaðar margar nefndir og núverandi aðferðafræði við útreikning veiðigjalda var fjölda ára í smíðum, við erum búin að breyta henni nokkrum sinnum. Sjávarútvegurinn hefur ekki alltaf verið ánægður með þessa aðferðafræði sem núna, við höfum viljað breyta henni, en ráðherrann hann kallaði okkur bara á fund, tilkynnti okkur hvað hann væri að gera og svo var þetta bara stuttur fundur og við út. Þannig það er ekki komið neitt samtal milli sjávarútvegs og stjórnvalda ennþá af því að þetta hafa bara verið einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum.“ Hann segir ábyrgðina að lokum liggja hjá Alþingi. „Það eru alþingismenn Íslendinga sem taka endanlega ákvörðun um það hvort við eigum að vinna fisk á Íslandi eða ekki. Ef alþingismenn ætla ekki að taka tillit til okkar athugasemda, að þá náttúrulega keyrir ríkisstjórnin bara þetta mál í gegn. Mér finndist það óskynsamlegt af ríkisstjórn að setjast ekki niður með okkur og taka spjall við okkur eftir öll þessi rök.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Atvinnurekendur Skattar og tollar Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í 69 blaðsíðna skýrslu SFS með athugasemdum við frumvarp stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum er meðal annars vísað til greiningar KPMG á neikvæðum áhrifum breytinganna á tekjur sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg og einnig til greiningar Jakobsson Capital á áhrifum þeirra á verðmæti þeirra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á markaði. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og formaður samtakanna segir gagnrýnina beinast að vinnubrögðum matvælaráðherra og fjármálaráðherra. „Þarna koma þeir með drög að frumvarpi sem er illa rökstutt og vantar öll gögn. Það er ekkert farið í hverjar verða afleiðingarnar ef þetta fer í gegn. Þannig að þarna erum við að koma fram með gríðargóða greinargerð um hvað gæti gerst í okkar samfélagi ef þetta á að keyra í gegn eins og þau leggja þetta fram.“ Einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum Guðmundur segir grundvallarspurninguna þá hvort vinna eigi verðmæti úr fiski á Íslandi og skapa sem mesta atvinnu eða þá taka eins há veiðigjöld og hægt er og senda fiskinn óunninn úr landi. Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í vikunni að fulltrúar SFS hefðu setið marga fundi með fulltrúum stjórnvalda en ekki komið með neinar tillögur um það hvernig hægt væri að miða gjöldin við raunverulegt aflaverðmæti. „Þetta er nú svona frekar léttvægt hjá henni myndi ég segja,“ segir Guðmundur um þá gagnrýni. Hann segir deilur hafa verið um veiðigjöld og auðlindagjöld í áratugi á Íslandi. „Hér hafa verið skipaðar margar nefndir og núverandi aðferðafræði við útreikning veiðigjalda var fjölda ára í smíðum, við erum búin að breyta henni nokkrum sinnum. Sjávarútvegurinn hefur ekki alltaf verið ánægður með þessa aðferðafræði sem núna, við höfum viljað breyta henni, en ráðherrann hann kallaði okkur bara á fund, tilkynnti okkur hvað hann væri að gera og svo var þetta bara stuttur fundur og við út. Þannig það er ekki komið neitt samtal milli sjávarútvegs og stjórnvalda ennþá af því að þetta hafa bara verið einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum.“ Hann segir ábyrgðina að lokum liggja hjá Alþingi. „Það eru alþingismenn Íslendinga sem taka endanlega ákvörðun um það hvort við eigum að vinna fisk á Íslandi eða ekki. Ef alþingismenn ætla ekki að taka tillit til okkar athugasemda, að þá náttúrulega keyrir ríkisstjórnin bara þetta mál í gegn. Mér finndist það óskynsamlegt af ríkisstjórn að setjast ekki niður með okkur og taka spjall við okkur eftir öll þessi rök.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Atvinnurekendur Skattar og tollar Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira