„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. apríl 2025 21:33 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira
Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira