Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 17:50 Haukar mæta Fram í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta en liðin mættust einnig í úrslitum bikarkeppninnar þar sem Haukar höfðu betur. Vísir/Hulda Margrét Haukar lögðu ÍBV í Vestmannaeyjum og eru því komnar í undanúrslit Olís-deildar kvenna í handbolta. ÍR og Selfoss þurfa oddaleik til að útkljá hvort liðið mætir Val í undanúrslitum. Þar sem Haukar lögðu ÍBV þegar liðin mættust að Ásvöllum var ljóst að Eyjakonur þurftu sigur í dag ef þær ætluðu sér ekki í sumarfrí. Allt kom fyrir ekki þar sem Haukar unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 19-23 í Eyjum. Eyjakonur hóf leik betur í dag en voru hins vegar lentar einu marki undir þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 10-11. Í þeim síðari reyndust Haukar betri og unnu á endanum fjögurra marka sigur sem tryggði sætið í undanúrslitum. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst hjá ÍBV með 7 mörk og Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði jafn mörg fyrir Hauka. Birna María Unnarsdóttir skoraði 5 mörk fyrir ÍBV á meðan Sara Odden og Rut Jónsdóttir gerðu einnig 5 mörk hvor í liði Hauka. Marta Wawrzynkowska varði 14 skot í marki heimaliðsins en Sara Sif Helgadóttir gerði gott betur fyrir Hauka og varði 17 skot. Háspenna í Breiðholti ÍR tryggði sér oddaleik með eins marks sigri á Selfyssingum, lokatölur 23-22. Sylvía Sigríður Jónsdóttir var markahæst í liði ÍR með 8 mörk á meðan Sara Dögg Hjaltadóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir skoruðu 5 mörk hvor. Hjá Selfyssingum var Hulda Dís Þrastardóttir markahæst með 8 mörk á meðan Katla María Magnúsdóttir skoraði 5 mörk. Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss ÍR Haukar ÍBV Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira
Þar sem Haukar lögðu ÍBV þegar liðin mættust að Ásvöllum var ljóst að Eyjakonur þurftu sigur í dag ef þær ætluðu sér ekki í sumarfrí. Allt kom fyrir ekki þar sem Haukar unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 19-23 í Eyjum. Eyjakonur hóf leik betur í dag en voru hins vegar lentar einu marki undir þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 10-11. Í þeim síðari reyndust Haukar betri og unnu á endanum fjögurra marka sigur sem tryggði sætið í undanúrslitum. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst hjá ÍBV með 7 mörk og Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði jafn mörg fyrir Hauka. Birna María Unnarsdóttir skoraði 5 mörk fyrir ÍBV á meðan Sara Odden og Rut Jónsdóttir gerðu einnig 5 mörk hvor í liði Hauka. Marta Wawrzynkowska varði 14 skot í marki heimaliðsins en Sara Sif Helgadóttir gerði gott betur fyrir Hauka og varði 17 skot. Háspenna í Breiðholti ÍR tryggði sér oddaleik með eins marks sigri á Selfyssingum, lokatölur 23-22. Sylvía Sigríður Jónsdóttir var markahæst í liði ÍR með 8 mörk á meðan Sara Dögg Hjaltadóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir skoruðu 5 mörk hvor. Hjá Selfyssingum var Hulda Dís Þrastardóttir markahæst með 8 mörk á meðan Katla María Magnúsdóttir skoraði 5 mörk.
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss ÍR Haukar ÍBV Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira