Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 09:00 Trent Alexander-Arnold fagnaði sigurmarki sínu ber að ofan og með treyju sína á hornfánanum. Getty/Liverpool FC Trent Alexander-Arnold var hetja Liverpool um páskahelgina en hann skoraði þá sigurmarkið á móti Leicester aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á völlinn sem varamaður. Eftir leikinn vildi bakvörðurinn þó ekki segja neitt um framtíð sína hjá Liverpool. Alexander-Arnold hefur verið meiddur síðustu vikur en í millitíðinni hafa spænskir og enskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest það að hann sé á förum til Real Madrid í sumar. Það sem meira er Liverpool fengi ekki krónu fyrir eina af sínum stærstu stjörnum. Liverpool hefur aftur á móti framlengt samninga sína við Mohamed Salah og Virgil van Dijk sem voru báðir að renna út á samningi eins og Alexander-Arnold. Það var mikil dramatík í gangi eftir að Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið mikilvæga á móti Leicester en Liverpool er fyrir vikið aðeins einum sigri frá tuttugasta enska meistaratitlinum. Hengdi treyjuna á hornfánann Alexander-Arnold fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni og hengja hana upp á hornfánann. Sumir eru farnir að reyna að lesa eitthvað í þessi fagnaðarlæti hans. „Ef þú ert á förum frá fótboltafélagið þá fagnar þú ekki svona,“ sagði Clinton Morrison, sérfræðingur á BBC. „Það er eitthvað kraftmikið í augunum hans eftir að hann skoraði þetta mark. Svo hljóp hann beint til stuðningsmanna Liverpool,“ sagði Gary Neville. Sérfræðingarnir voru að reyna að lesa eitthvað í fagnaðarlæti Trents því hann sjálfur gaf ekkert upp. Mun fylgja honum alla tíð „Ég vil ekki tala um stöðuna hjá mér. Svona dagar eru alltaf sérstakir. Þetta er einstök gleðistund sem mun fylgja mér alla tíð,“ sagði Trent Alexander-Arnold sjálfur eftir leikinn. Það mátti heyra eitthvað smá baul þegar Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að hætta öllu slíku eftir að hann skoraði. Þá var þessi uppaldi Liverpool strákur orðinn einn af þeim á ný. Hann ýtti mér fram Alexander-Arnold sagði líka frá því að fyrirliðinn Virgil van Dijk hafi ýtt honum í átt að stuðningsmönnunum. „Hann ýtti mér fram svo ég fengi að upplifa þetta. Stuðningsmennirnir hafa verið magnaðir á þessu tímabili og þeir hjálpuðu okkur enn á ný í þessum leik. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fjölskyldur okkar og fyrir okkar stuðningsfólk,“ sagði Alexander-Arnold. Hvort þetta var eins konar kveðjustund eða hvort að Alexander-Arnold taki U-beygju og semji aftur við Liverpool verður að koma í ljós. Það verður líka fróðlegt að sjá viðtökurnar sem hann fær í næsta leik Liverpool á Anfield. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Alexander-Arnold hefur verið meiddur síðustu vikur en í millitíðinni hafa spænskir og enskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest það að hann sé á förum til Real Madrid í sumar. Það sem meira er Liverpool fengi ekki krónu fyrir eina af sínum stærstu stjörnum. Liverpool hefur aftur á móti framlengt samninga sína við Mohamed Salah og Virgil van Dijk sem voru báðir að renna út á samningi eins og Alexander-Arnold. Það var mikil dramatík í gangi eftir að Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið mikilvæga á móti Leicester en Liverpool er fyrir vikið aðeins einum sigri frá tuttugasta enska meistaratitlinum. Hengdi treyjuna á hornfánann Alexander-Arnold fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni og hengja hana upp á hornfánann. Sumir eru farnir að reyna að lesa eitthvað í þessi fagnaðarlæti hans. „Ef þú ert á förum frá fótboltafélagið þá fagnar þú ekki svona,“ sagði Clinton Morrison, sérfræðingur á BBC. „Það er eitthvað kraftmikið í augunum hans eftir að hann skoraði þetta mark. Svo hljóp hann beint til stuðningsmanna Liverpool,“ sagði Gary Neville. Sérfræðingarnir voru að reyna að lesa eitthvað í fagnaðarlæti Trents því hann sjálfur gaf ekkert upp. Mun fylgja honum alla tíð „Ég vil ekki tala um stöðuna hjá mér. Svona dagar eru alltaf sérstakir. Þetta er einstök gleðistund sem mun fylgja mér alla tíð,“ sagði Trent Alexander-Arnold sjálfur eftir leikinn. Það mátti heyra eitthvað smá baul þegar Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að hætta öllu slíku eftir að hann skoraði. Þá var þessi uppaldi Liverpool strákur orðinn einn af þeim á ný. Hann ýtti mér fram Alexander-Arnold sagði líka frá því að fyrirliðinn Virgil van Dijk hafi ýtt honum í átt að stuðningsmönnunum. „Hann ýtti mér fram svo ég fengi að upplifa þetta. Stuðningsmennirnir hafa verið magnaðir á þessu tímabili og þeir hjálpuðu okkur enn á ný í þessum leik. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fjölskyldur okkar og fyrir okkar stuðningsfólk,“ sagði Alexander-Arnold. Hvort þetta var eins konar kveðjustund eða hvort að Alexander-Arnold taki U-beygju og semji aftur við Liverpool verður að koma í ljós. Það verður líka fróðlegt að sjá viðtökurnar sem hann fær í næsta leik Liverpool á Anfield. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira