Ekkert félag er með betra sigurhlutfall í undanúrslitum enda hafa Tindastólsmenn unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum á þessu stigi úrslitakeppninnar.
Stólarnir komust þannig í 2-0 á móti Njarðvík 2023, í 2-0 á móti Njarðvík 2022 og unnu tvo síðustu leiki sína í 3-1 sigri á ÍR í undanúrslitaeinvíginu 2018.
Síðasta liðið til að slá Tindastól út úr undanúrslitum voru Haukar vorið 2016 en Haukarnir fóru þá í lokaúrslitin eftir 3-1 sigur. Stólarnir duttu líka út fyrir Grindavík árið 2003 en hafa unnið öll hin fimm undanúrslitaeinvígi sín.
Sigurhlutfall Stólanna í undanúrslitum er nú 61 prósent sem það langhæsta með allra liða sem hafa tekið þátt í undanúrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta.
- Undanúrslitaeinvígi Tindastóls í sögu úrslitakeppni karla:
- 2025: Staðan er 1-0 á móti Álftanesi
- 2023: 3-1 sigur á Njarðvík
- 2022: 3-1 sigur á Njarðvík
- 2018: 3-1 sigur á ÍR
- 2016: 3-1 tap fyrir Haukum
- 2015: 3-1 sigur á Haukum
- 2003: 3-2 tap fyrir Grindavík
- 2001: 3-2 sigur á Keflavík
- -
- Hæsta sigurhlutfall félaga í leikjum í undanúrslitum
- Tindastóll 61% (19-12)
- Keflavík 55% (56-46)
- Grindavík 53% (42-37)
- Valur 54% (15-13)
- Snæfell 52% (16-15)
- Njarðvík 50% (51-51)
- KR 49% (47-49)