Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 12:02 Kylian Mbappe og félögum í Real Madrid finnst á sér brotið þegar kemur að dómgæslu og þá sérstaklega myndbandsdómgæslu. Getty/Charlotte Wilson Leikmenn og forráðamenn Real Madrid hafa vælt og skælt undan myndbandsdómgæslunni í allan vetur og kannski hafa menn þar á bæ eitthvað til síns máls. Spænska blaðið AS fór í gegnum alla VAR-dóma í spænsku deildinni á leiktíðinni og komst að því að Real Madrid er annað þeirra tveggja liða í deildinni sem koma verst út úr myndbandsdómgæslunni, það er hafa tapað mest á henni. Á meðan Barcelona hefur grætt þrettán sinnum á afskiptum myndbandsdómara þá hefur Real Madrid tapað á slíkum afskiptum í 15 af 21 skipti. Þeir ásamt nágrönnunum í Alavés hafa þannig komið verst út úr Varsjánni á leiktíðinni. 📺 Un VAR de récord⚽️ El número de intervenciones se dispara hasta las 162. El Barça, el más favorecido por la herramienta; el Real Madrid, el más perjudicado.✍️ @ruby_ares https://t.co/eGKNEY7Hon— Diario AS (@diarioas) April 22, 2025 Real Madrid væri þannig með sjö stigum meira en Barcelona væri aftur á móti með fimm stigum færra ef ekkert VAR væri í boltanum. Það fylgir þessari samantekt að myndbandsdómarar hafa gripið oftar inn í leikina en áður. Metið er 179 afskipti frá árinu 2022-23 en þeir hafa þegar breytt 162 dómum. Það stefnir því í VAR-met í spænska boltanum. Frá því að myndbandsdómgæslan var tekin upp á 2018-19 tímabilinu hefur Real Madrid gagnrýnt hana og oft kallað hana "World War III". AS er blað í Madrid og því örlítið hlutdrægt í sinni umfjöllun en það breytir ekki því að þeir hafa fært sönnun fyrir óánægju þeirra manna í Real Madrid. Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Spænska blaðið AS fór í gegnum alla VAR-dóma í spænsku deildinni á leiktíðinni og komst að því að Real Madrid er annað þeirra tveggja liða í deildinni sem koma verst út úr myndbandsdómgæslunni, það er hafa tapað mest á henni. Á meðan Barcelona hefur grætt þrettán sinnum á afskiptum myndbandsdómara þá hefur Real Madrid tapað á slíkum afskiptum í 15 af 21 skipti. Þeir ásamt nágrönnunum í Alavés hafa þannig komið verst út úr Varsjánni á leiktíðinni. 📺 Un VAR de récord⚽️ El número de intervenciones se dispara hasta las 162. El Barça, el más favorecido por la herramienta; el Real Madrid, el más perjudicado.✍️ @ruby_ares https://t.co/eGKNEY7Hon— Diario AS (@diarioas) April 22, 2025 Real Madrid væri þannig með sjö stigum meira en Barcelona væri aftur á móti með fimm stigum færra ef ekkert VAR væri í boltanum. Það fylgir þessari samantekt að myndbandsdómarar hafa gripið oftar inn í leikina en áður. Metið er 179 afskipti frá árinu 2022-23 en þeir hafa þegar breytt 162 dómum. Það stefnir því í VAR-met í spænska boltanum. Frá því að myndbandsdómgæslan var tekin upp á 2018-19 tímabilinu hefur Real Madrid gagnrýnt hana og oft kallað hana "World War III". AS er blað í Madrid og því örlítið hlutdrægt í sinni umfjöllun en það breytir ekki því að þeir hafa fært sönnun fyrir óánægju þeirra manna í Real Madrid.
Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira