Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 12:02 Kylian Mbappe og félögum í Real Madrid finnst á sér brotið þegar kemur að dómgæslu og þá sérstaklega myndbandsdómgæslu. Getty/Charlotte Wilson Leikmenn og forráðamenn Real Madrid hafa vælt og skælt undan myndbandsdómgæslunni í allan vetur og kannski hafa menn þar á bæ eitthvað til síns máls. Spænska blaðið AS fór í gegnum alla VAR-dóma í spænsku deildinni á leiktíðinni og komst að því að Real Madrid er annað þeirra tveggja liða í deildinni sem koma verst út úr myndbandsdómgæslunni, það er hafa tapað mest á henni. Á meðan Barcelona hefur grætt þrettán sinnum á afskiptum myndbandsdómara þá hefur Real Madrid tapað á slíkum afskiptum í 15 af 21 skipti. Þeir ásamt nágrönnunum í Alavés hafa þannig komið verst út úr Varsjánni á leiktíðinni. 📺 Un VAR de récord⚽️ El número de intervenciones se dispara hasta las 162. El Barça, el más favorecido por la herramienta; el Real Madrid, el más perjudicado.✍️ @ruby_ares https://t.co/eGKNEY7Hon— Diario AS (@diarioas) April 22, 2025 Real Madrid væri þannig með sjö stigum meira en Barcelona væri aftur á móti með fimm stigum færra ef ekkert VAR væri í boltanum. Það fylgir þessari samantekt að myndbandsdómarar hafa gripið oftar inn í leikina en áður. Metið er 179 afskipti frá árinu 2022-23 en þeir hafa þegar breytt 162 dómum. Það stefnir því í VAR-met í spænska boltanum. Frá því að myndbandsdómgæslan var tekin upp á 2018-19 tímabilinu hefur Real Madrid gagnrýnt hana og oft kallað hana "World War III". AS er blað í Madrid og því örlítið hlutdrægt í sinni umfjöllun en það breytir ekki því að þeir hafa fært sönnun fyrir óánægju þeirra manna í Real Madrid. Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Spænska blaðið AS fór í gegnum alla VAR-dóma í spænsku deildinni á leiktíðinni og komst að því að Real Madrid er annað þeirra tveggja liða í deildinni sem koma verst út úr myndbandsdómgæslunni, það er hafa tapað mest á henni. Á meðan Barcelona hefur grætt þrettán sinnum á afskiptum myndbandsdómara þá hefur Real Madrid tapað á slíkum afskiptum í 15 af 21 skipti. Þeir ásamt nágrönnunum í Alavés hafa þannig komið verst út úr Varsjánni á leiktíðinni. 📺 Un VAR de récord⚽️ El número de intervenciones se dispara hasta las 162. El Barça, el más favorecido por la herramienta; el Real Madrid, el más perjudicado.✍️ @ruby_ares https://t.co/eGKNEY7Hon— Diario AS (@diarioas) April 22, 2025 Real Madrid væri þannig með sjö stigum meira en Barcelona væri aftur á móti með fimm stigum færra ef ekkert VAR væri í boltanum. Það fylgir þessari samantekt að myndbandsdómarar hafa gripið oftar inn í leikina en áður. Metið er 179 afskipti frá árinu 2022-23 en þeir hafa þegar breytt 162 dómum. Það stefnir því í VAR-met í spænska boltanum. Frá því að myndbandsdómgæslan var tekin upp á 2018-19 tímabilinu hefur Real Madrid gagnrýnt hana og oft kallað hana "World War III". AS er blað í Madrid og því örlítið hlutdrægt í sinni umfjöllun en það breytir ekki því að þeir hafa fært sönnun fyrir óánægju þeirra manna í Real Madrid.
Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira