Enski boltinn

Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnu­daginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arne Slot faðmar Trent Alexander-Arnold eftir að hann tryggði Liverpool sigur á Leicester City.
Arne Slot faðmar Trent Alexander-Arnold eftir að hann tryggði Liverpool sigur á Leicester City. getty/Charlotte Wilson

Fái Liverpool stig gegn Tottenham á sunnudaginn verður liðið Englandsmeistari í tuttugasta sinn.

Liverpool hefði getað orðið meistari í gær, ef Crystal Palace hefði unnið Arsenal á Emirates. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 67 stig, tólf stigum á eftir Liverpool.

Næsti leikur Liverpool er gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn. Rauða hernum dugir jafntefli í þeim leik til að verða meistari.

Arsenal getur bara jafnað Liverpool að stigum og strákarnir hans Arnes Slot eru líka með mun betri markatölu en Skytturnar.

Fátt eða ekkert getur því komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn og jafni þar með titlafjölda Manchester United. Liverpool varð síðast enskur meistari 2020 en þá lauk þrjátíu ár bið liðsins eftir titlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×