Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 15:18 Endrick ætlaði að vera kaldur karl en það kom í bakið á honum. Hann fékk líka að heyra það frá Carlo Ancelotti. Getty/Maria Gracia Jimenez/ Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var ekki ánægður með stælana í brasilíska ungstirninu Endrick í síðasta leik spænska liðsins. Real Madrid vann 1-0 sigur á Getafe og hélt sér inni í titilbaráttunni. Hinn átján ára gamli Endrick fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í spænsku deildinni síðan hann kom til félagsins í júlí 2024. Endrick fékk tvö góð færi til að skora í leiknum en nýtti þau ekki. Það seinna kom á 59. mínútu þegar hann var einn á móti markverði Getafe. Endrick reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn en mistókst það algjörlega og boltinn fór beint í hendur markvarðar Getafe. Ancelotti var allt annað en sáttur með strákinn og kallaði þetta trúðslæti. „Hann fékk tvö færi. Hann hefði ekki getað gert betur í fyrra færinu og gæti hafa verið rangstæður í því síðara. Hann getur samt ekki verið að reyna svona hluti,“ sagði Carlo Ancelotti. „Hann er ungur og verður að læra af þessu. Hann verður að skjóta á markið og hætta þessum trúðslátum. Það er ekkert pláss fyrir dramaklúbb í fótboltanum,“ sagði Ancelotti. Endrick gat líka lagt upp mark fyrir Arda Güler sem hefði þá komið Real í 2-0 en reyndi frekar að skjóta sjálfur. Ancelotti tók Endrick af velli á 64. mínútu og setti Jude Bellingham inn á völlinn. Brasilíski táningurinn hefur skorað sjö mörk í 33 leikjum í öllum keppnum en hann hefur verið að koma inn á sem varamaður. Real Madrid er í öðru sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Barcelona, þegar fimm leikir eru eftir. Næst á dagskrá er bikarúrslitaleikur á móti Barcelona í Sevilla á morgun. Carlo Ancelotti had some stern words for Endrick after his performance against Getafe 👀 pic.twitter.com/CXbqeYZer2— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Real Madrid vann 1-0 sigur á Getafe og hélt sér inni í titilbaráttunni. Hinn átján ára gamli Endrick fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í spænsku deildinni síðan hann kom til félagsins í júlí 2024. Endrick fékk tvö góð færi til að skora í leiknum en nýtti þau ekki. Það seinna kom á 59. mínútu þegar hann var einn á móti markverði Getafe. Endrick reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn en mistókst það algjörlega og boltinn fór beint í hendur markvarðar Getafe. Ancelotti var allt annað en sáttur með strákinn og kallaði þetta trúðslæti. „Hann fékk tvö færi. Hann hefði ekki getað gert betur í fyrra færinu og gæti hafa verið rangstæður í því síðara. Hann getur samt ekki verið að reyna svona hluti,“ sagði Carlo Ancelotti. „Hann er ungur og verður að læra af þessu. Hann verður að skjóta á markið og hætta þessum trúðslátum. Það er ekkert pláss fyrir dramaklúbb í fótboltanum,“ sagði Ancelotti. Endrick gat líka lagt upp mark fyrir Arda Güler sem hefði þá komið Real í 2-0 en reyndi frekar að skjóta sjálfur. Ancelotti tók Endrick af velli á 64. mínútu og setti Jude Bellingham inn á völlinn. Brasilíski táningurinn hefur skorað sjö mörk í 33 leikjum í öllum keppnum en hann hefur verið að koma inn á sem varamaður. Real Madrid er í öðru sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Barcelona, þegar fimm leikir eru eftir. Næst á dagskrá er bikarúrslitaleikur á móti Barcelona í Sevilla á morgun. Carlo Ancelotti had some stern words for Endrick after his performance against Getafe 👀 pic.twitter.com/CXbqeYZer2— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira