„Hann er tekinn út úr leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2025 22:10 Benedikt á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu. „Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn