„Ég saknaði þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 10:33 Justin James í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn. S2 Sport Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn. James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira
James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti