Körfubolti

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ólafur Ólafsson skoraði 25 stig fyrir Grindavík í kvöld. 
Ólafur Ólafsson skoraði 25 stig fyrir Grindavík í kvöld.  Vísir/Anton Brink

Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 

„Það er mjög ljúft að ná að landa þessum sigri. Við vorum bara geggðir í kvöld og spiluðum vel bæði í vörn og sókn. Okkur betur að takast á við áhlaup þeirra en í síðustu tveimur leikjum og sigldum sigrinum í höfn sem er frábært. Við vorum ekki til í að fara í sumarfrí strax og það sást bersýnilega á spilamennsku okkar,“ sagði Ólafur Ólafsson sem skoraði 25 stig og var stigahæstur í liði Grindavíkur. 

„Það var skrýtin tilfinning eftir að hafa tapað síðasta leik. Við töpuðum aldrei trúnni samt og sýndum það með spilamennskunni í þessum leik. Við spiluðum vel í síðasta leik en þeir náðu áhlaupi sem okkur tókst ekki að stoppa í þeim leik. Þeir náðu áhlaupi í kvöld en við stóðum það betur af okkur,“ sagði Ólafur enn fremur. 

„Stjarnan er þannig lið að þeir keyra á þig allan leikinn og hætta aldrei að hlaupa í bakið á þér sama hver staðan er. Það má aldrei slaka á og við stóðum saman þegar þess þurfti. Það var frábær liðsheild hjá okkur sem skilaði þessum sigri og við fengum framlag úr mörgum áttum. Við börðumst fyrir hvorn annan og lögðu líkama og sál í það sem við vorum að gera.“ sagði goðsögnin úr Grindavík. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×