Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 10:33 Tom Watson undirbýr pútt á Opna mótinu á Turnberry-vellinum í Skotlandi árið 2009, síðast þegar mótið var haldið þar. Bresk stjórnvöld sjá sér hag í að koma mótinu aftur þangað til þess að þóknast sitjandi Bandaríkjaforseta sem á völlinn. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum. Embættismenn frá menningar-, fjölmiðla- og íþróttamálaráðuneyti Bretlands eru sagðir hafa spurt stjórnendur Konunglega og forna golfklúbbsins (e. R&A), sem skipuleggur Opna mótið árlega, hvort þeir geti haldið mótið á Turnberry-vellinum í Skotlandi árið 2028. Turnberry er í eigu núverandi Bandaríkjaforseta sem er mikill golfáhugamaður. Heimildarmenn The Guardian segja ýmist að breska ríkisstjórnin beiti klúbbinn beinum þrýstingi til þess að fá forsetanum mótið eða grennslist aðeins fyrir um hvaða hindranir væru í vegi þess. „Ríkisstjórnin er að gera allt sem hún getur til þess að nálgast [Bandaríkjaforseta],“ segir einn þeirra við breska blaðið. Eitt af því sem hún hafi gert sé að halda á lofti þeirri hugmynd að Opna mótið snúi aftur á Turnberry-völlinn. Mikið er í húfi þar sem Bandaríkjastjórn háir nú tollastríð við flest ríki heims og blikur eru á lofti um hvort að hún haldi áfram þátttöku í varnarbandalagi við Bretland og Evrópuríki. Bandaríski forsetinn er sagður hafa spurt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, ítrekað hvort að völlur hans gæti fengið að halda mótið. Völlurinn hefur verið rekinn með tapi undanfarin ár. Hafa ekki viljað blanda pólitík inn í mótið Opna mótið hefur verið haldið fjórum sinnum á Turnberry. Til stóð að halda það þar árið 2020 en R&A hætti við það eftir að eigandinn var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2016. Golfklúbburinn ítrekað síðar að mótið yrði ekki haldið þar í bráð eftir að stuðningsmenn forsetans réðust á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Þáverandi forseti klúbbsins sagðist ekki vilja að fjölmiðlafár í kringum forsetann drægi athygli frá mótinu sjálfu síðast í nóvember. Síðan þá hafa orðið stjórnarskipti í klúbbnum. Mark Darbon, nýr forseti, sagði í síðustu viku að hann vildi að Turnberry héldi mótið aftur „einhvern tímann“. Pólitík er þó ekki eina ástæðan fyrir því Turnberry hefur ekki verið talinn fýsilegur kostur til að hýsa Opna mótið. Vinsældir þess hafa vaxið gríðarlega frá því að mótið var haldið síðast á Turnberry árið 2009. Þá komu 123.000 áhorfendur til þess að fylgjast með keppninni. Þeir voru 250.000 talsins á Royal Troon í fyrra. Sumir þeirra sögufrægu valla sem hafa hýst mótið í gegnum tíðina eiga því erfitt með það vegna skorts á innviðum og plássi. Stewart Cink vann síðast þegar Opna mótið var haldið á Turnberry. Hann sigraði goðsögnina Tom Watson sem var þá á sextugasta aldursári og hefði orðið langelsti sigurvegari í sögu mótsins sem nær aftur til 19. aldar. Golf Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Embættismenn frá menningar-, fjölmiðla- og íþróttamálaráðuneyti Bretlands eru sagðir hafa spurt stjórnendur Konunglega og forna golfklúbbsins (e. R&A), sem skipuleggur Opna mótið árlega, hvort þeir geti haldið mótið á Turnberry-vellinum í Skotlandi árið 2028. Turnberry er í eigu núverandi Bandaríkjaforseta sem er mikill golfáhugamaður. Heimildarmenn The Guardian segja ýmist að breska ríkisstjórnin beiti klúbbinn beinum þrýstingi til þess að fá forsetanum mótið eða grennslist aðeins fyrir um hvaða hindranir væru í vegi þess. „Ríkisstjórnin er að gera allt sem hún getur til þess að nálgast [Bandaríkjaforseta],“ segir einn þeirra við breska blaðið. Eitt af því sem hún hafi gert sé að halda á lofti þeirri hugmynd að Opna mótið snúi aftur á Turnberry-völlinn. Mikið er í húfi þar sem Bandaríkjastjórn háir nú tollastríð við flest ríki heims og blikur eru á lofti um hvort að hún haldi áfram þátttöku í varnarbandalagi við Bretland og Evrópuríki. Bandaríski forsetinn er sagður hafa spurt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, ítrekað hvort að völlur hans gæti fengið að halda mótið. Völlurinn hefur verið rekinn með tapi undanfarin ár. Hafa ekki viljað blanda pólitík inn í mótið Opna mótið hefur verið haldið fjórum sinnum á Turnberry. Til stóð að halda það þar árið 2020 en R&A hætti við það eftir að eigandinn var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2016. Golfklúbburinn ítrekað síðar að mótið yrði ekki haldið þar í bráð eftir að stuðningsmenn forsetans réðust á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Þáverandi forseti klúbbsins sagðist ekki vilja að fjölmiðlafár í kringum forsetann drægi athygli frá mótinu sjálfu síðast í nóvember. Síðan þá hafa orðið stjórnarskipti í klúbbnum. Mark Darbon, nýr forseti, sagði í síðustu viku að hann vildi að Turnberry héldi mótið aftur „einhvern tímann“. Pólitík er þó ekki eina ástæðan fyrir því Turnberry hefur ekki verið talinn fýsilegur kostur til að hýsa Opna mótið. Vinsældir þess hafa vaxið gríðarlega frá því að mótið var haldið síðast á Turnberry árið 2009. Þá komu 123.000 áhorfendur til þess að fylgjast með keppninni. Þeir voru 250.000 talsins á Royal Troon í fyrra. Sumir þeirra sögufrægu valla sem hafa hýst mótið í gegnum tíðina eiga því erfitt með það vegna skorts á innviðum og plássi. Stewart Cink vann síðast þegar Opna mótið var haldið á Turnberry. Hann sigraði goðsögnina Tom Watson sem var þá á sextugasta aldursári og hefði orðið langelsti sigurvegari í sögu mótsins sem nær aftur til 19. aldar.
Golf Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira