Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 1. maí 2025 21:00 Úr leik kvöldsins. Vísir/Diego Haukar tóku á móti Njarðvík í fyrsta leik úrslitaeinvígis Bónus deild kvenna í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik voru það Haukar sem vörðu heimavöllinn með sterkum sjö stiga sigri 86-79. Þóra Kristín í leiknumPaweł/Vísir Leikurinn byrjaði af krafti hjá heimakonum í Haukum. Þær töpuðu uppkastinu til Njarðvíkur en það var líka eina baráttan sem þær töpuðu í fyrsta leikhluta. Haukar settu tóninn snemma með flottum leik á báðum endum vallarins. Þær hittu virkilega vel og náðu að loka á flest allt sem Njarðvík reyndi að gera. Eftir fyrsta leikhluta voru Haukar tíu stigum yfir 27-17. Njarðvík kom sterkt út í annan leikhluta og áttu fyrsta höggið þar. Haukar stigu örlítið af bensíngjöfinni og gestirnir jafnt og þétt náðu að saxa á forskotið. Njarðvík náði að komast þremur stigum frá Haukum undir lok leikhlutans en þá keyrðu Haukastelpur hitan upp aftur og fóru með sex stiga forskot inn í hálfleikinn 45-39. Úr leiknum í kvöld.Paweł/Vísir Það var flottur kraftur sem kom út með gestunum í seinni hálfleikinn og þær voru fljótar að vinna sig upp í jafnan leik. Liðin skiptust á að vera með forystuna og leikurinn gekk fram og til baka. Eftir mikla baráttu þar sem ekkert var gefið eftir voru það Haukar sem náðu að fara með tveggja stiga forskot út í fjórða leikhluta 67-65. Haukar mættu af krafti út í fjórða leikhluta og reyndust á endanum sterkari og fóru með sjö stiga sigur 86-79 og tóku um leið forystuna í úrslitaeinvíginu. Leikur tvö verður í IceMar-höllinni á sunnudaginn næsta. Stjörnur og skúrkar Diamond Battles reyndist Njarðvíkingum erfið en hún setti 23 stig. Lore Devos skilaði þá einnig hörku leik og var hún með 17 stig. Brittany Dinkins var að venju gríðarlega öflug í liði Njarðvíkur og var með 30 stig. Paulina Hersler var þá einnig drjúg og skilaði 28 stigum. DómararnirNokkrir furðulegir dómar hjá þeim félögum í kvöld fannst mér. Línan var oft óskýr. Þetta var ekki gott en þó ekki endilega hræðilegt heldur.Stemingin og umgjörðVið erum mætt í úrslitaeinvígið og það var hörku mæting eins og við mátti búast í kvöld. Gaman að sjá bæði Hauka og svo gestina í Njarðvík fjölmenna. Frábær umgjörð með fan zone og hvað eina. ViðtölEmil Barja þjálfari Hauka í kvöld.Paweł/Vísir„Fannst við halda pressu út allan leikinn“„Boltapressan sem við vorum að gera allan tíman. Við vorum að rótera mjög vel varnarmönnum á Brittany og setja allskonar leikmenn sem voru að pressa hana þarna allan völlinn. Það er ekkert gaman sem sóknarmaður að vera með mann á þér alltaf í grillinu og ég held að það hafi kannski svolítið unnið leikinn,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld.„Það leit smá út eins og þær bjuggust ekki alveg við þessu sem að þær hafi þó pottþétt búist við þessu. Þær voru kannski smá til baka og töpuðu skrítnum boltum en svo fannst mér við halda þessari pressu bara út allan leikinn sem var bara frábært“Njarðvík náði flottum kafla í þriðja leikhluta þar sem þær meðal annars náðu að komast yfir en hvað var það sem gerðist sem hleypti þeim inn í leikinn?„Eina sem ég talaði um er að reyna vinna þessa frákastabaráttu á móti þeim, stórir leikmenn og svona. Við vorum að vinna eftir fyrsta leikhluta en þær jörðuðu okkur í frákastabaráttu í leiknum og það var kannski það sem hélt þeim inni í þessu. Þær gátu tekið skot og náð sóknarfrákasti og ef við klikkum þá var það varnarfráköstin. Við þurfum að bæta það“ Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur í leiknum í kvöld.Paweł/Vísir„Vöntun á að klára sóknarleikinn betur“„Fyrsti leikhluti klárlega slakur en ég er ánægður með hvernig við unnum okkur inn í þetta,“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.„Við vorum ekkert að hafa stórkostlega áhyggjur af stöðunni sex stigum undir í hálfleik svona miðað við alla töpuðu boltana og vöntun á ákveðnum hlutum sem að við vildum laga. Mér fannst við gera það vel í þriðja leikhluta en duttum svo svolítið aftur í sama farið í fjórða“Haukar pressuðu Njarðvíkinga stíft og aggresíft en það kom Einari Árna þó ekki á óvart.„Nei, alls ekki. Tilfiningin allavega núna er að þetta var ekkert einhver óþægileg tala í töpuðum boltum á móti pressunni sem slíkri í fullum velli“„Á hálfum velli vorum við bara að tapa alltof mörgum boltum og vöntun á því að klára sóknarleikinn okkar betur“ Bónus-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík
Haukar tóku á móti Njarðvík í fyrsta leik úrslitaeinvígis Bónus deild kvenna í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik voru það Haukar sem vörðu heimavöllinn með sterkum sjö stiga sigri 86-79. Þóra Kristín í leiknumPaweł/Vísir Leikurinn byrjaði af krafti hjá heimakonum í Haukum. Þær töpuðu uppkastinu til Njarðvíkur en það var líka eina baráttan sem þær töpuðu í fyrsta leikhluta. Haukar settu tóninn snemma með flottum leik á báðum endum vallarins. Þær hittu virkilega vel og náðu að loka á flest allt sem Njarðvík reyndi að gera. Eftir fyrsta leikhluta voru Haukar tíu stigum yfir 27-17. Njarðvík kom sterkt út í annan leikhluta og áttu fyrsta höggið þar. Haukar stigu örlítið af bensíngjöfinni og gestirnir jafnt og þétt náðu að saxa á forskotið. Njarðvík náði að komast þremur stigum frá Haukum undir lok leikhlutans en þá keyrðu Haukastelpur hitan upp aftur og fóru með sex stiga forskot inn í hálfleikinn 45-39. Úr leiknum í kvöld.Paweł/Vísir Það var flottur kraftur sem kom út með gestunum í seinni hálfleikinn og þær voru fljótar að vinna sig upp í jafnan leik. Liðin skiptust á að vera með forystuna og leikurinn gekk fram og til baka. Eftir mikla baráttu þar sem ekkert var gefið eftir voru það Haukar sem náðu að fara með tveggja stiga forskot út í fjórða leikhluta 67-65. Haukar mættu af krafti út í fjórða leikhluta og reyndust á endanum sterkari og fóru með sjö stiga sigur 86-79 og tóku um leið forystuna í úrslitaeinvíginu. Leikur tvö verður í IceMar-höllinni á sunnudaginn næsta. Stjörnur og skúrkar Diamond Battles reyndist Njarðvíkingum erfið en hún setti 23 stig. Lore Devos skilaði þá einnig hörku leik og var hún með 17 stig. Brittany Dinkins var að venju gríðarlega öflug í liði Njarðvíkur og var með 30 stig. Paulina Hersler var þá einnig drjúg og skilaði 28 stigum. DómararnirNokkrir furðulegir dómar hjá þeim félögum í kvöld fannst mér. Línan var oft óskýr. Þetta var ekki gott en þó ekki endilega hræðilegt heldur.Stemingin og umgjörðVið erum mætt í úrslitaeinvígið og það var hörku mæting eins og við mátti búast í kvöld. Gaman að sjá bæði Hauka og svo gestina í Njarðvík fjölmenna. Frábær umgjörð með fan zone og hvað eina. ViðtölEmil Barja þjálfari Hauka í kvöld.Paweł/Vísir„Fannst við halda pressu út allan leikinn“„Boltapressan sem við vorum að gera allan tíman. Við vorum að rótera mjög vel varnarmönnum á Brittany og setja allskonar leikmenn sem voru að pressa hana þarna allan völlinn. Það er ekkert gaman sem sóknarmaður að vera með mann á þér alltaf í grillinu og ég held að það hafi kannski svolítið unnið leikinn,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld.„Það leit smá út eins og þær bjuggust ekki alveg við þessu sem að þær hafi þó pottþétt búist við þessu. Þær voru kannski smá til baka og töpuðu skrítnum boltum en svo fannst mér við halda þessari pressu bara út allan leikinn sem var bara frábært“Njarðvík náði flottum kafla í þriðja leikhluta þar sem þær meðal annars náðu að komast yfir en hvað var það sem gerðist sem hleypti þeim inn í leikinn?„Eina sem ég talaði um er að reyna vinna þessa frákastabaráttu á móti þeim, stórir leikmenn og svona. Við vorum að vinna eftir fyrsta leikhluta en þær jörðuðu okkur í frákastabaráttu í leiknum og það var kannski það sem hélt þeim inni í þessu. Þær gátu tekið skot og náð sóknarfrákasti og ef við klikkum þá var það varnarfráköstin. Við þurfum að bæta það“ Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur í leiknum í kvöld.Paweł/Vísir„Vöntun á að klára sóknarleikinn betur“„Fyrsti leikhluti klárlega slakur en ég er ánægður með hvernig við unnum okkur inn í þetta,“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.„Við vorum ekkert að hafa stórkostlega áhyggjur af stöðunni sex stigum undir í hálfleik svona miðað við alla töpuðu boltana og vöntun á ákveðnum hlutum sem að við vildum laga. Mér fannst við gera það vel í þriðja leikhluta en duttum svo svolítið aftur í sama farið í fjórða“Haukar pressuðu Njarðvíkinga stíft og aggresíft en það kom Einari Árna þó ekki á óvart.„Nei, alls ekki. Tilfiningin allavega núna er að þetta var ekkert einhver óþægileg tala í töpuðum boltum á móti pressunni sem slíkri í fullum velli“„Á hálfum velli vorum við bara að tapa alltof mörgum boltum og vöntun á því að klára sóknarleikinn okkar betur“
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins