Lífið

Dóttir De Niro kemur út sem trans

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Airyn DeNiro er eitt af sjö börnum leikarans Roberts DeNiro og hefur fullan stuðning föður síns.
Airyn DeNiro er eitt af sjö börnum leikarans Roberts DeNiro og hefur fullan stuðning föður síns. Getty

Airyn DeNiro, dóttir leikarans Roberts De Niro, kom út úr skápnum sem trans kona í vikunni. Leikarinn segist elska og styðja dóttur sína rétt eins og hann gerði áður en hún kom út sem trans.

Hin 29 ára Airyn kom út sem trans í viðtali við LGBTQ-vefmiðilinn Them á þriðjudag. Airyn er dóttir De Niro og Toukie Smith, fyrirsætu og leikkonu, sem voru saman á ár­un­um 1988 til 1996 og eignuðust tví­burana Airyn og Julian Henry Deon með aðstoð staðgöngumóður árið 1995.

Airyn sagðist í viðtalinu hafa byrjað estrógenmeðferð í nóvember á síðasta ári. „Það er munur á því að vera sjáanleg og að sjást,“ sagði Airyn sem lýsir því hvernig það er að sjást eins og hún raunverulega er í fyrsta sinn.

Airyn segist ekki fengið að koma út úr skápnum á eigin forsendum eftir að papparassi náði mynd af henni í mars þar sem hún var að heimsækja föður sinn í New York. Dægurmiðlar á borð við Daily Mail og Hello hefðu lýst henni sem „nánast óþekkjanlegri“ með bleikt hár og í hælum án þess að hafa einu sinni samband við hana.

Robert De Niro brást í gær við fréttaflutningnum af dóttur sinni og sagði: „Ég elskaði og studdi Aaron sem son minn og nú elska ég og styð Airyn sem dóttur mína.“ Airyn hét Aaron Kendrick áður en hún kom út sem trans.

„Ég veit ekki hvað stóra málið er... Ég elska öll börnin mín,“ sagði leikarinn jafnframt en hann á sjö börn á aldrinum 57 til tveggja ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.