
Málefni trans fólks

Tesluvandinn
Nú hefur það breyst á síðustu mánuðum og árum að Tesla er ekki lengur bara eitthvað bílafyrirtæki. Stærsti eigandi þess og helsti talsmaður, Elon Musk, hefur stigið inn á svið stjórnmála og mannréttindamála með svo afgerandi hætti að það er ekki lengur hægt að líta á fyrirtækin sem hann byggir sín auðæfi á sem bara venjuleg fyrirtæki á markaði.

Einsleit Edda
Hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðalleikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki?

Þegar (trans) kona fer í sund
Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum.

Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði
Ungverska þingið hefur bannað alla Pride viðburði í landinu og heimilað yfirvöldm að notast við andlitsgreiningarbúnað til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn banninu.

Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður
Samkynja par frá Ítalíu sem ferðaðist til Bandaríkjanna til að taka á móti barni sem staðgöngumóðir gekk með, þorir ekki að snúa heim vegna nýrra laga sem bannar Ítölum að notast við staðgöngumæðrun.

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Nú er nýafstaðinn alþjóðlegur baráttudagur kvenna og kvára og handóðir á lyklaborðum samfélagsmiðlana hamast við að gera lítið úr og fárast yfir því að það skuli yfir höfuð vera baráttudagur kvenna, þar sem konur eru nú þegar komin með allt of mikil völd, að þeirra mati, og hvað yfir höfuð sé kona nú til dags og hvað í and****anum er eiginlega Kvár?!

Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk
Trans kona sem sótt hefur árlega ráðstefnu í San Francisco í um áratug segist ekki hafa treyst sér í ferðina vegna nýrra reglna um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Það sé ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér í hóp með öðrum löndum sem trans fólk forðist að ferðast til.

Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga
Samkvæmt minnisblaði sem dagsett er í gær hafa stjórnvöld vestanhafs gefið varnarmálaráðuneytinu 30 daga til að útbúa lista yfir trans einstaklinga innan hersins og aðra 30 daga til að láta þá fara.

Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi virðist ekki geta fullyrt að Íslendingar sem eru með kynsegin skráningu í vegabréfinu sínu lendi ekki í vandræðum við komuna til Bandaríkjanna.

Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu.

Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna
Forseti Trans Íslands segir marga veigra sér við því að ferðast til Bandaríkjanna, sérstaklega kynsegin fólk og þeir sem eru sýnilega hinsegin. Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir bakslagi og berjast gegn áhrifum frá Bandaríkjunum.

Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington
Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið.

Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis
Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun.

Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir tilskipun sem bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum. Tilskipunin er ein af mörgum sem hefur áhrif á réttindi trans einstaklinga í Bandaríkjunum.

Allar konur eru konur. Punktur.
Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA .

Tíminn er núna
Við sem samfélag höfum aldrei staðið frammi fyrir stærri áskorun þegar kemur að réttmæti og áreiðanleika í opinberri umræðu og upplýsingaóreiðu.

Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum
Það er margt sem ógnar konum á sundstöðum.

Sakar Helgu um „helvítis lygar“
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist ekki geta orða bundist vegna greinar grunnskólakennarans Helgu Daggar Sverrisdóttur þar sem hún fjallar um umdeildar forsetatilskipanir nýinnsvarins Bandaríkjaforseta.

Lygar og helvítis lygar
Ég get ekki orða bundist vegna greinar sem kom út á vísi núna nýlega um forsetatilskipanir Trump, eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur. Skemmst er frá að segja að þessi grein, og þessi hugsunarháttur, eru hluti af bakslaginu gegn réttindum hinseginfólks.

Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið iðinn við kolann frá því að hann sór embættiseiðinn fyrir rúmri viku síðan en í gær undirritaði hann nokkrar forsetatilskipanir til viðbótar þeim tugum sem hann gaf út í síðustu viku.

Trump, trans og eitt titrandi smáblóm…
Alveg eins langt og mitt minni nær, þá man ég eftir því að almennt hneykslaðist fólk á þeim kynslóðum fólks sem stóð hjá og gerði ekki neitt á meðan Nasistar tóku völdin í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar og hneykslaðist enn meira á aðgerðaleysi stjórnvalda í öðrum löndum vegna uppgangs nasisma og fasisma víða í Evrópu, sérstaklega þó í Þýskalandi og Ítalíu.

„Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum
Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár.

Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi
Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki.

Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans
Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir að árið sem dóttir hennar kom út sem trans stelpa hafi verið mjög erfiður tími, en löng bið var eftir meðferð hjá transteyminu og vanlíðan barnsins mikil. Þá segir hún að kirkjan hafi dregið lappirnar óhóflega í að fagna fjölbreytileikanum og segir hana skulda hinsegin samfélaginu töluvert.

Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu
Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu.

Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins
Heitar umræður hafa nú sprottið á síðu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins eftir að hann birti þar grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið og birti í morgun. Jóhannes Þór Skúlason hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun á skrifunum.

Á sér langa sögu eldfimra ummæla
Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans.

Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins
Samtökin '78 hafa hafa lagt fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Meðal þess sem hann er kærður fyrir eru ásakanir um barnagirnd. Eldur segir um pólitískar ofsóknir að ræða en formaður Samtakanna '78 segir að svo sé ekki.

Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra!
Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast.

Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að breyta reglum þingsins svo transkonur megi ekki nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. Er það skömmu áður en fyrsta trans þingkonan tekur embætti.