Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. maí 2025 13:08 Eitt glæsilegasta hús landsins stendur við Skildingatanga í Reykjavík. Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina. Félagið Gula húsið ehf, sem er í eigu Jóns Aðalbjörns Jónssonar og Runólfs Vigfús Jóhannssonar, er skráður eigandi hússins. Nýverið festu þeir kaup á einstöku einbýlishúsi við Suðurgötu í miðbæ Reykjavíkur af Ríkissjóði Íslands. Húsið sem oft er nefnt Skólabær er rúmlega 400 fermetrar að stærð og greiddu hjónin 435 milljónir fyrir. Óhindrað útsýni og glæsileiki Húsið við Skildingatanga stendur á 1500 fermetra sjávarlóð með óhindruðu útsýni til sjávar, að Bessastöðum, til fjalla og víðar. Umhverfis húsið er skjólgóðu og gróinn garður með heitum potti. Gengið er inn í flísalagt andyri með góðum fataskápum. Þaðan er gengið inn í bjart og opið stofurými með mikilli lofthæð og síldarbeinaparketi á gólfi. Fyrir miðju rýminu er stæðilegur arinn, klæddur íslensku drápuhlíðargrjóti frá Húsafelli og Svartagili, sem tengir rýmin saman. Vönduð hönnun og listaverk Heimili hjónanna er innréttað á fágaðan og heillandi máta, prýtt vönduðum hönnunarmublum og listaverkum. Danskar hönnunarperlur frá gullaldarárunum gegna þar veigamiklu hlutverki. Má þar meðal annars nefna klassískar mublur eftir Arne Jacobsen, Svaninn, bæði stóla og sófa, og Eggið í svörtu leðri. Einnig má sjá tvo rauða, tignarlega Corona-stóla eftir Poul M. Volther. Á milli þeirra stendur klassískt hliðarborð frá þýska framleiðandanum ClassiCon, hannað af Eileen Gray árið 1927, með stillanlegri hæð. Þá setur hið formfagra Artichoke-loftljós eftir Poul Henningsen punktinn yfir i-ið. Borðstofa og eldhús er opið inn af stofunni með stórum gólfsíðum gluggum. Eldhúsið er prýtt tvílita innréttingu með Quartz stein á borðum. Þaðan er útgengt á skjólgott hellulagt útisvæði með heitum potti. Í húsinu eru samtals átta svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira
Félagið Gula húsið ehf, sem er í eigu Jóns Aðalbjörns Jónssonar og Runólfs Vigfús Jóhannssonar, er skráður eigandi hússins. Nýverið festu þeir kaup á einstöku einbýlishúsi við Suðurgötu í miðbæ Reykjavíkur af Ríkissjóði Íslands. Húsið sem oft er nefnt Skólabær er rúmlega 400 fermetrar að stærð og greiddu hjónin 435 milljónir fyrir. Óhindrað útsýni og glæsileiki Húsið við Skildingatanga stendur á 1500 fermetra sjávarlóð með óhindruðu útsýni til sjávar, að Bessastöðum, til fjalla og víðar. Umhverfis húsið er skjólgóðu og gróinn garður með heitum potti. Gengið er inn í flísalagt andyri með góðum fataskápum. Þaðan er gengið inn í bjart og opið stofurými með mikilli lofthæð og síldarbeinaparketi á gólfi. Fyrir miðju rýminu er stæðilegur arinn, klæddur íslensku drápuhlíðargrjóti frá Húsafelli og Svartagili, sem tengir rýmin saman. Vönduð hönnun og listaverk Heimili hjónanna er innréttað á fágaðan og heillandi máta, prýtt vönduðum hönnunarmublum og listaverkum. Danskar hönnunarperlur frá gullaldarárunum gegna þar veigamiklu hlutverki. Má þar meðal annars nefna klassískar mublur eftir Arne Jacobsen, Svaninn, bæði stóla og sófa, og Eggið í svörtu leðri. Einnig má sjá tvo rauða, tignarlega Corona-stóla eftir Poul M. Volther. Á milli þeirra stendur klassískt hliðarborð frá þýska framleiðandanum ClassiCon, hannað af Eileen Gray árið 1927, með stillanlegri hæð. Þá setur hið formfagra Artichoke-loftljós eftir Poul Henningsen punktinn yfir i-ið. Borðstofa og eldhús er opið inn af stofunni með stórum gólfsíðum gluggum. Eldhúsið er prýtt tvílita innréttingu með Quartz stein á borðum. Þaðan er útgengt á skjólgott hellulagt útisvæði með heitum potti. Í húsinu eru samtals átta svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira