Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftir­vænting fyrir þessari frum­raun“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nik Chamberlain sendi sínum gamla leikmanni skilaboð og sagði henni að standa sig í nýju starfi.
Nik Chamberlain sendi sínum gamla leikmanni skilaboð og sagði henni að standa sig í nýju starfi. stöð 2 sport / skjáskot

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, bað að heilsa Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða liðsins á síðasta tímabili, sem var að þreyta frumraun sína sem sérfræðingur í Bestu mörkunum í gærkvöldi.

„Ásta verður að standa sig í kvöld, vera með allt sitt á hreinu“ sagði þjálfarinn í lok viðtals eftir leik Breiðabliks og Víkings, sem fór 4-0.

Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, hafði gaman að ummælunum og hló dátt með sérfræðingunum.

„Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun hjá mér greinilega“ sagði Ásta með breiðu brosi.

„Verst að þú getur ekki drullað yfir gamla liðið í þínum fyrsta þætti“ sagði Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik, sem er taplaust á toppi deildarinnar með tíu stig og nítján mörk skoruð í fyrstu fjórum leikjunum.

Klippa: Nik sendi Ástu skeyti

Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Næsta umferð Bestu deildar kvenna hefst á fimmtudaginn, þá fer Breiðablik norður og spilar við Tindastól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×