Lífið samstarf

Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia

Ásbjörn heildsala
Sumarlínan frá Moomin Arabia er full af sólskini 
Sumarlínan frá Moomin Arabia er full af sólskini 

Ný sumarlína Moomin inniheldur krús, disk og aðra muni ásamt dásamlega mjúkum handklæðum sem vekja upp tilhlökkun og minna okkur á að njóta útiverunnar í sumar; skella okkur á ströndina, í sund eða í notalega lautarferð þegar sólin lætur sjá sig.

Sumarlínan í ár kallast “Beach Day” eða Strandardagur á íslensku og skartar fallegum pastellitum ásamt myndum af Múmínálfunum og vinum þeirra að njóta sjávarsíðunnar.

Línan verður fáanleg á heimsvísu 7. maí 2025

Litapallettan í ár inniheldur fallega túrkís, fjólubláa, bleika og kremaða pastelliti. Á myndefninu eru sjór, sandur og sól í forgrunni, sett fram í fallegu grípandi mynstri í stíl sem helst mætti lýsa sem retro.

Múmínsnáðann má sjá í skeljaleit þegar hann rekst á slóð hnappa í eigu Dunda (e.Fuddler), safnara í Múmíndal, en með þeim tekst samstundis vinskapur. 

Á meðan felur Snorkstelpan sig í stórri skel og grætur yfir því að Múmínsnáði veiti henni enga athygli, hann er svo upptekinn í fjársjóðsleit með nýja vini sínum.

Sumarlínan 2025 er einstaklega litrík og falleg þar sem margar af okkar uppáhalds Múmínpersónum birtast í ólíkum aðstæðum.

Sumarlína Moomin Arabia 2025 er væntanleg í verslanir helstu söluaðila Moomin á Íslandi, miðvikudaginn 7. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.