Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2025 07:49 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri segir að fyrsti ársfjórðungur 2025 hafi einkennst af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Þá ríki ákveðin óvissa um áhrif hækkunar tolla. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Vaxtatekjur jukust um tæp sjö prósent, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp tvö prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Þar segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 9,4 prósent á tímabilinu. Farið er yfir helstu atriði á tímabilinu í tilkynningunni: Hagnaður af rekstri nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 (1F24: 5,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli (1F24: 9,8%). Hreinar vaxtatekjur námu 12,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 og hækkuðu um 817 milljónir króna á 1F25 samanborið við 1F24. Vaxtamunur var 3,2% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 3,0% á fyrsta ársfjórðungi 2024. Hreinar þóknanatekjur jukust um 1,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 og námu samtals 3,1 milljarði króna á fjórðungnum. Hrein fjármagnsgjöld voru 986 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 236 milljónir króna á 1F24. Aðrar rekstrartekjur námu 467 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 1.098 milljónir króna á 1F24. Stjórnunarkostnaður nam 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 7,1 milljarð króna á 1F24, sem er 4,0% hækkun á milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 47,6% á fjórðungnum. Kostnaðarhlutfallið var 43,9% á 1F24. Virðisrýrnun fjáreigna var 3 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við virðisrýrnun sem nam 704 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var 0,1 punktur á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 23 punkta á sama ársfjórðungi 2024. Útlán til viðskiptavina jukust um 3,5 milljarða króna á fjórðungnum frá fjórða ársfjórðungi 2024 og voru 1.299 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2025. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 1,1% milli loka fjórða ársfjórðungs 2024 og fyrsta ársfjórðungs 2025 og námu 937 milljörðum króna í lok fjórðungsins. Eigið fé nam 217,9 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 227,4 milljarða króna í lok árs 2024. Eiginfjárhlutfall var 21,6% í lok fyrsta ársfjórðungs 2025, samanborið við 23,2% í árslok 2024. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 18,6%, samanborið við 20,1% í árslok 2024. Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 320 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila í lok ársfjórðungsins, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 var MREL bankans 37,8%, 830 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila. Sveiflur á mörkuðum og óvissa um áhrif tolla Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að fyrsti ársfjórðungur 2025 hafi einkennst af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Þá ríki ákveðin óvissa um áhrif hækkunar tolla. „Óvissan hefur haft áhrif á hlutabréfamarkaðinn hér heima og lækkaði arðgreiðsluleiðrétt úrvalsvísitala OMX Iceland 15 um 7,7% á fyrsta ársfjórðungi. Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 5,2 milljörðum króna, sem er um 3% yfir spám greinenda. Vaxtatekjur jukust um tæp 7%, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp 2%. Vaxtamunur var 3,2% á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfallið 47,6%, sem hvort um sig er utan markmiða bankans. Neikvæð afkoma fjármunatekna, sem nemur 986 milljónum króna, hefur áhrif á afkomu bankans á fjórðungnum,“ segir Jón Guðni. Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. 1. maí 2025 08:00 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Þar segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 9,4 prósent á tímabilinu. Farið er yfir helstu atriði á tímabilinu í tilkynningunni: Hagnaður af rekstri nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 (1F24: 5,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli (1F24: 9,8%). Hreinar vaxtatekjur námu 12,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 og hækkuðu um 817 milljónir króna á 1F25 samanborið við 1F24. Vaxtamunur var 3,2% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 3,0% á fyrsta ársfjórðungi 2024. Hreinar þóknanatekjur jukust um 1,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 og námu samtals 3,1 milljarði króna á fjórðungnum. Hrein fjármagnsgjöld voru 986 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 236 milljónir króna á 1F24. Aðrar rekstrartekjur námu 467 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 1.098 milljónir króna á 1F24. Stjórnunarkostnaður nam 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 7,1 milljarð króna á 1F24, sem er 4,0% hækkun á milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 47,6% á fjórðungnum. Kostnaðarhlutfallið var 43,9% á 1F24. Virðisrýrnun fjáreigna var 3 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við virðisrýrnun sem nam 704 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var 0,1 punktur á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 23 punkta á sama ársfjórðungi 2024. Útlán til viðskiptavina jukust um 3,5 milljarða króna á fjórðungnum frá fjórða ársfjórðungi 2024 og voru 1.299 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2025. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 1,1% milli loka fjórða ársfjórðungs 2024 og fyrsta ársfjórðungs 2025 og námu 937 milljörðum króna í lok fjórðungsins. Eigið fé nam 217,9 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 227,4 milljarða króna í lok árs 2024. Eiginfjárhlutfall var 21,6% í lok fyrsta ársfjórðungs 2025, samanborið við 23,2% í árslok 2024. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 18,6%, samanborið við 20,1% í árslok 2024. Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 320 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila í lok ársfjórðungsins, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 var MREL bankans 37,8%, 830 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila. Sveiflur á mörkuðum og óvissa um áhrif tolla Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að fyrsti ársfjórðungur 2025 hafi einkennst af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Þá ríki ákveðin óvissa um áhrif hækkunar tolla. „Óvissan hefur haft áhrif á hlutabréfamarkaðinn hér heima og lækkaði arðgreiðsluleiðrétt úrvalsvísitala OMX Iceland 15 um 7,7% á fyrsta ársfjórðungi. Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 5,2 milljörðum króna, sem er um 3% yfir spám greinenda. Vaxtatekjur jukust um tæp 7%, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp 2%. Vaxtamunur var 3,2% á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfallið 47,6%, sem hvort um sig er utan markmiða bankans. Neikvæð afkoma fjármunatekna, sem nemur 986 milljónum króna, hefur áhrif á afkomu bankans á fjórðungnum,“ segir Jón Guðni.
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. 1. maí 2025 08:00 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. 1. maí 2025 08:00
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent