Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 00:03 Meðlimir Pussy Riot hafa vakið athygli um allan heim sem listakonur og andófskonur. Getty Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot og Páll Óskar eru meðal þeirra sem troða upp í Iðnó 11. júlí á svokallaðri Hátíð gegn landamærum. Auk þeirra koma fram fjöldi tónlistamanna á hátíðinni sem haldinn er á vegum samtakanna No Borders. Auk þeirra fyrrnefndu kemur fram tónlistarfólkið Ízleifur, Inspector Spacetime, Kusk og Óviti, Gróa, Alexander Jarl, Flesh Machine og sigurvegarar Músíktilrauna í ár Geðbrigði. DJ Óli Dóri sér svo um að þeyta skífum inn í nóttina. Í tilkynningu segir að markmið hátíðarinnar sé að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeim erfiðu aðstæðum sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. „Þú vilt ekki missa af þessu magnaða kvöldi, þar sem tónlist og aktívismi mætast í dúndrandi og ógleymanlegri stemningu,“ segir í tilkynningu. Meðlimir lista- og andófshópsins Pussy Riot hafa margir verið hraknir á flótta frá heimalandi sínu fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Ljúdmílu Shtein og Maríu Alekhina var báðum veittur íslenskur ríkisborgararéttur árið 2022. Síðan þá hefur Ljúdmíla verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi fyrir færslur þar sem hún gagnrýndi innrás Rússlands í Úkraínu sem rússnesk yfirvöld töldu vanvirða rússneska herinn. Lögin hafa verið notuð til að bæla niður andóf gegn stjórnvöldum. Annar meðlimur sveitarinnar hefur einnig búið hér á landi í nokkur ár. Hún segir aukna andúð gagnvart innflytjendum og flóttafólki valda sér þungum áhyggjum. „Ég tel að með þessum viðburði fáum við öll tækifæri til að læra eitthvað nýtt hvert um annað og það er virkilega hvetjandi. Skilaboðin eru skýr: Opið hugarfar, ekki lokuð landamæri!“ er haft eftir henni í tilkynningu. „Vertu með þann 11. júlí, þegar við komum saman til að fagna frelsinu sem felst í virku andófi, til að minna á að baráttan heldur áfram og til að fræða fólk um aðstæður flóttafólks.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Auk þeirra fyrrnefndu kemur fram tónlistarfólkið Ízleifur, Inspector Spacetime, Kusk og Óviti, Gróa, Alexander Jarl, Flesh Machine og sigurvegarar Músíktilrauna í ár Geðbrigði. DJ Óli Dóri sér svo um að þeyta skífum inn í nóttina. Í tilkynningu segir að markmið hátíðarinnar sé að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeim erfiðu aðstæðum sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. „Þú vilt ekki missa af þessu magnaða kvöldi, þar sem tónlist og aktívismi mætast í dúndrandi og ógleymanlegri stemningu,“ segir í tilkynningu. Meðlimir lista- og andófshópsins Pussy Riot hafa margir verið hraknir á flótta frá heimalandi sínu fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Ljúdmílu Shtein og Maríu Alekhina var báðum veittur íslenskur ríkisborgararéttur árið 2022. Síðan þá hefur Ljúdmíla verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi fyrir færslur þar sem hún gagnrýndi innrás Rússlands í Úkraínu sem rússnesk yfirvöld töldu vanvirða rússneska herinn. Lögin hafa verið notuð til að bæla niður andóf gegn stjórnvöldum. Annar meðlimur sveitarinnar hefur einnig búið hér á landi í nokkur ár. Hún segir aukna andúð gagnvart innflytjendum og flóttafólki valda sér þungum áhyggjum. „Ég tel að með þessum viðburði fáum við öll tækifæri til að læra eitthvað nýtt hvert um annað og það er virkilega hvetjandi. Skilaboðin eru skýr: Opið hugarfar, ekki lokuð landamæri!“ er haft eftir henni í tilkynningu. „Vertu með þann 11. júlí, þegar við komum saman til að fagna frelsinu sem felst í virku andófi, til að minna á að baráttan heldur áfram og til að fræða fólk um aðstæður flóttafólks.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning