Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2025 10:30 Svavar telur að hárígræðslur séu algengari en flesta gruni. Bylgjan Svavar Elliði Svavarsson, kennari og tónlistarmaður, fór til Tyrklands í hárígræðslu fyrir um mánuði síðan. „Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur. Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur.
Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira