Samstarf

Þjónustu­dagur Toyota

Toyota á Íslandi
Kíktu við á árlegan þjónustudag Toyota á laugardag, 17. maí frá kl. 11 – 15.
Kíktu við á árlegan þjónustudag Toyota á laugardag, 17. maí frá kl. 11 – 15.

Árlegur þjónustudagur Toyota verður á laugardag, 17. maí frá kl. 11 – 15. Valdir þjónustuaðilar taka vel á móti Toyota- og Lexuseigendum, bíllinn fær sumarþvott, gestir fá glaðning í bílinn og boðið verður upp á grill og skemmtun.

Á þriðja hundrað manns koma að framkvæmd þjónustudagsins og nýtur starfsfólk þjónustuaðila stuðnings harðduglegra félaga Stjörnunnar, ÍR, KA, Körfunnar á Selfossi og Spyrnis á Egilsstöðum.

Þjónustudagur Toyota verður haldinn hjá þessum viðurkenndum þjónustuaðilum:

  • Toyota Kauptúni, Kauptúni 6, Garðabæ.
  • Toyota Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19, Reykjanesbæ.
  • Toyota Selfossi, Fossnesi 14, Selfossi.
  • Toyota Akureyri, Baldursnesi 1, Akureyri.
  • Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Bæjarfl­öt 13, Reykjavík.
  • Bílaverkstæði Austurlands, Miðási 2, Egilsstöðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×