Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2025 19:04 Carlo Ancelotti segir Jude Bellingham til en Ancelotti var að stýra Real Madrid í næstsíðasta skipti í dag. Vísir/Getty Næstsíðasta umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag. Barcelona hefur nú þegar tryggt sér titilinn en liðið mætti Villareal á heimavelli. Barcelona tryggði sér spænska titilinn um síðustu helgi og hafði því að litlu að keppa gegn Villareal í dag. Svipað var uppi á teningunum hjá gestunum því Villareal er eitt af fimm liðum sem er búið að tryggja sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikurinn var þó góð skemmtun. Ayoze Perez kom gestunum yfir strax á 4. mínútu áður en Lamine Yamal og Fermin Lopez komu Barcelona í 2-1 með tveimur mörkum á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Santi Comesana jafnaði fyrir Villareal í 2-2 á 51. mínútu og á 80. mínútu skoraði Tajon Buchanan sigurmark gestanna sem geta því enn náð 4. sætinu af Athletic Bilbao með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni. Real lauk leik tveimur fleiri Madrídarliðin Real og Atletico unnu bæði sigra í sínum leikjum í dag. Atletcio vann 3-1 sigur á Real Betis á heimavelli með tveimur mörkum frá Julian Alvarez og sitthvoru markinu frá Robin Le Normand og Angel Correa. Mikið gekk á í leik Sevilla og Real Madrid. Loic Bade fékk rautt spjald í liði Sevilla eftir tólf mínútur og Isaac Romero var einnig sendur í sturtu í byrjun síðari hálfleiks. Tveimur fleiri gekk liði Real samt illa að komast í forystu og það var ekki fyrr en á 75. mínútu sem Kylian Mbappe skoraði og Jude Bellingham bætti öðru marki við þremur mínútum fyrir leikslok. Þá vann Real Sociedad 3-2 sigur á heimavelli gegn Girona en Orri Steinn Óskarsson var ekki í leikmannahópi liðs Sociedad vegna meiðsla. Spennan er ekki mikil fyrir lokaumferðina í spænsku deildinni. Þrjú lið, Celta Vigo, Rayo Vallecano og Osasuna, berjast um tvö laus sæti í Evrópu- og Sambandsdeild og þá berjast Leganes og Espanyol um síðasta örugga sætið í deildinni á næstu leiktíð. Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Barcelona tryggði sér spænska titilinn um síðustu helgi og hafði því að litlu að keppa gegn Villareal í dag. Svipað var uppi á teningunum hjá gestunum því Villareal er eitt af fimm liðum sem er búið að tryggja sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikurinn var þó góð skemmtun. Ayoze Perez kom gestunum yfir strax á 4. mínútu áður en Lamine Yamal og Fermin Lopez komu Barcelona í 2-1 með tveimur mörkum á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Santi Comesana jafnaði fyrir Villareal í 2-2 á 51. mínútu og á 80. mínútu skoraði Tajon Buchanan sigurmark gestanna sem geta því enn náð 4. sætinu af Athletic Bilbao með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni. Real lauk leik tveimur fleiri Madrídarliðin Real og Atletico unnu bæði sigra í sínum leikjum í dag. Atletcio vann 3-1 sigur á Real Betis á heimavelli með tveimur mörkum frá Julian Alvarez og sitthvoru markinu frá Robin Le Normand og Angel Correa. Mikið gekk á í leik Sevilla og Real Madrid. Loic Bade fékk rautt spjald í liði Sevilla eftir tólf mínútur og Isaac Romero var einnig sendur í sturtu í byrjun síðari hálfleiks. Tveimur fleiri gekk liði Real samt illa að komast í forystu og það var ekki fyrr en á 75. mínútu sem Kylian Mbappe skoraði og Jude Bellingham bætti öðru marki við þremur mínútum fyrir leikslok. Þá vann Real Sociedad 3-2 sigur á heimavelli gegn Girona en Orri Steinn Óskarsson var ekki í leikmannahópi liðs Sociedad vegna meiðsla. Spennan er ekki mikil fyrir lokaumferðina í spænsku deildinni. Þrjú lið, Celta Vigo, Rayo Vallecano og Osasuna, berjast um tvö laus sæti í Evrópu- og Sambandsdeild og þá berjast Leganes og Espanyol um síðasta örugga sætið í deildinni á næstu leiktíð.
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira