Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 09:42 Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs tekur verið verðlaunaskjali frá Forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Haraldur Gjuðjóns Thors Þekkingarverðlaun FVH – Félagi viðskipta- og hagfræðinga – voru afhent í 25. skipti. Arion banki var valinn Þekkingarfyrirtæki ársins og Syndis hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH. Anna Margrét Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri FVH er í skýjunum með hvernig til tókst að þessu sinni. „Ég er svakalega ánægð með þetta. Fyrir svona lítið fagfélag sem er rekið á félagsgjöldum og óhagnaðardrifið er gaman að geta gert þetta. Forsetinn hefur afhent verðlaun frá upphafi og þetta er stór dagur fyrir okkur, bara dásamlegt. Svo þurfum við að taka þetta saman, það er mikill hugur í fyrirtækjum.“ Anna Margrét bendir á að Halla forseti hafi einmitt starfað að mannauðsmálum og hafði hún mikið og margt um þann málaflokk að segja. Anton Egilsson, framkvæmdastjóri Syndis og Eva Demireva ásamt Forseta Íslands Höllu Tómasdóttur.Haraldur Guðjónsson Thors Afhendingin fór fram þann 15. maí síðastliðinn. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000 og var það Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn en þess má geta að Forseti Íslands er sérstakur verndari verðlaunanna. í ár voru verðlaunin veitt fyrirtæki sem hefur þróað eða innleitt ferli sem auðvelda starfsfólki að samræma vinnu og barneignir með það að markmiði að viðhalda þekkingu innan fyrirtækisins og skapað jákvæð áhrif á rekstur þess og samfélagið í heild sinni. Fjölskylduvæn stefna með hjarta Í fréttatilkynningu segir að það hafi vakið sérstaka athygli dómnefndar djúpstæður metnaður Arion banka til að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi sem styður við jafnvægi á milli einkalífs og vinnu. „Stefna bankans er ekki einungis á blaði heldur virkur hluti af menningu fyrirtækisins sem endurspeglast meðal annars í því að bankastjóri, Benedikt Gíslason, situr sjálfur í jafnréttisnefnd.“ Meðal aðgerða sem Arion hefur hrint í framkvæmd eru: Trygging 80% launa og orlofsávinnslu á meðan fæðingarorlofi stendur Dagvistunarúrræði fyrir börn starfsfólks á aldrinum 12–24 mánaða Kveðju og endurkomusamtöl stjórnenda við starfsfólk sem fer í fæðingarorlof Sveigjanleiki við endurkomu úr fæðingarorlofi Fjölskylduvæna viðburði á vegum starfsmannafélagsins, svo sem jólatrésferðir, íþróttaskóla og fjölskylduhátíðir Það var einróma álit dómnefndar að Arion hefði svo sannarlega með eftirtektarverðum og markverðum hætti þróað og innleitt ferli sem auðvelda starfsfólki sínu að samræma vinnu og barneignir og sýnt að aðgerðirnar hafa skilað mælanlegum árangri og haft jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins og samfélagið. Starfsfólk mannauðssviðs Arion ásamt Forseta Íslands, Höllu TómasdótturHaraldur Guðjónsson Thors Við viðtöku verðlaunanna sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs: „Við þökkum kærlega fyrir þessa viðurkenningu. Hún hvetur okkur til að halda áfram að vera í fremstu röð fyrirtækja á Íslandi í að skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi með áherslu á jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs.“ Syndis hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH 2025 Þá hlaut Syndis Þekkingarviðurkenningu FVH árið 2025. „Syndis hefur stigið merk skref til stuðnings við starfsfólk sitt sem er í barneignarferli og hefur meðal annars tryggt foreldrum launað leyfi allt að 4 vikum fyrir settan fæðingardag án skerðingu orlofs, ávinnslu orlofs í fæðingarorlofi, að launaþróun staðni ekki þrátt fyrir orlofstöku, hlutastarf að loknu fæðingarorlofi, skýrt verklag um yfirfærslu þekkingar áður en starfsmaður fer í orlof og sveigjanlegan vinnutíma að fæðingarorlofi loknu.“ Svo segir í fréttatilkynningu. Og við yfirferð á svörum Syndis þótti dómnefnd skína í gegn að fámennur vinnustaður gæti vel lagt sitt af mörkum við að styðja við foreldra þegar kemur að því að samræma vinnu og barneignir. Fjármálafyrirtæki Upplýsingatækni Nýsköpun Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Þjónustudagur Toyota Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Greiðsluáskorun „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Anna Margrét Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri FVH er í skýjunum með hvernig til tókst að þessu sinni. „Ég er svakalega ánægð með þetta. Fyrir svona lítið fagfélag sem er rekið á félagsgjöldum og óhagnaðardrifið er gaman að geta gert þetta. Forsetinn hefur afhent verðlaun frá upphafi og þetta er stór dagur fyrir okkur, bara dásamlegt. Svo þurfum við að taka þetta saman, það er mikill hugur í fyrirtækjum.“ Anna Margrét bendir á að Halla forseti hafi einmitt starfað að mannauðsmálum og hafði hún mikið og margt um þann málaflokk að segja. Anton Egilsson, framkvæmdastjóri Syndis og Eva Demireva ásamt Forseta Íslands Höllu Tómasdóttur.Haraldur Guðjónsson Thors Afhendingin fór fram þann 15. maí síðastliðinn. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000 og var það Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn en þess má geta að Forseti Íslands er sérstakur verndari verðlaunanna. í ár voru verðlaunin veitt fyrirtæki sem hefur þróað eða innleitt ferli sem auðvelda starfsfólki að samræma vinnu og barneignir með það að markmiði að viðhalda þekkingu innan fyrirtækisins og skapað jákvæð áhrif á rekstur þess og samfélagið í heild sinni. Fjölskylduvæn stefna með hjarta Í fréttatilkynningu segir að það hafi vakið sérstaka athygli dómnefndar djúpstæður metnaður Arion banka til að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi sem styður við jafnvægi á milli einkalífs og vinnu. „Stefna bankans er ekki einungis á blaði heldur virkur hluti af menningu fyrirtækisins sem endurspeglast meðal annars í því að bankastjóri, Benedikt Gíslason, situr sjálfur í jafnréttisnefnd.“ Meðal aðgerða sem Arion hefur hrint í framkvæmd eru: Trygging 80% launa og orlofsávinnslu á meðan fæðingarorlofi stendur Dagvistunarúrræði fyrir börn starfsfólks á aldrinum 12–24 mánaða Kveðju og endurkomusamtöl stjórnenda við starfsfólk sem fer í fæðingarorlof Sveigjanleiki við endurkomu úr fæðingarorlofi Fjölskylduvæna viðburði á vegum starfsmannafélagsins, svo sem jólatrésferðir, íþróttaskóla og fjölskylduhátíðir Það var einróma álit dómnefndar að Arion hefði svo sannarlega með eftirtektarverðum og markverðum hætti þróað og innleitt ferli sem auðvelda starfsfólki sínu að samræma vinnu og barneignir og sýnt að aðgerðirnar hafa skilað mælanlegum árangri og haft jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins og samfélagið. Starfsfólk mannauðssviðs Arion ásamt Forseta Íslands, Höllu TómasdótturHaraldur Guðjónsson Thors Við viðtöku verðlaunanna sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs: „Við þökkum kærlega fyrir þessa viðurkenningu. Hún hvetur okkur til að halda áfram að vera í fremstu röð fyrirtækja á Íslandi í að skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi með áherslu á jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs.“ Syndis hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH 2025 Þá hlaut Syndis Þekkingarviðurkenningu FVH árið 2025. „Syndis hefur stigið merk skref til stuðnings við starfsfólk sitt sem er í barneignarferli og hefur meðal annars tryggt foreldrum launað leyfi allt að 4 vikum fyrir settan fæðingardag án skerðingu orlofs, ávinnslu orlofs í fæðingarorlofi, að launaþróun staðni ekki þrátt fyrir orlofstöku, hlutastarf að loknu fæðingarorlofi, skýrt verklag um yfirfærslu þekkingar áður en starfsmaður fer í orlof og sveigjanlegan vinnutíma að fæðingarorlofi loknu.“ Svo segir í fréttatilkynningu. Og við yfirferð á svörum Syndis þótti dómnefnd skína í gegn að fámennur vinnustaður gæti vel lagt sitt af mörkum við að styðja við foreldra þegar kemur að því að samræma vinnu og barneignir.
Fjármálafyrirtæki Upplýsingatækni Nýsköpun Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Þjónustudagur Toyota Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Greiðsluáskorun „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent