Biggi ekki lengur lögga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 14:28 Birgir Örn er þekktur fyrir að hafa húmorinn að leiðarljósi eins og Edda Björgvins leikkona. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar. Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“ Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“
Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira