„Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2025 11:01 Gagnrýni Jónasar Sen á Carmina Burana hefur valdið verulegum usla í tónlistarlífi landsmanna. vísir Jónas Sen tónlistarmaður og tónlistargagnrýnandi, segist sannarlega ekki hafa viljað gera lítið úr kórastarfi né íslenskri kóramenningu. Hann hafi viljað bregða upp kaldhæðnu en kærleiksríku auga. „Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“ Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Menning Fjölmiðlar Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
„Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“
Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Menning Fjölmiðlar Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira