Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 13:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hefur ekki stórar áhyggjur af þátttöku landsliðskvenna á móti í sjö manna bolta í Portúgal Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ekki áhyggjur af þátttöku nokkurra landsliðskvenna á spennandi móti í sjö manna bolta sem hefst í Portúgal á morgun og það skömmu fyrir landsliðsverkefni, þangað til einhver meiðist. Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira