Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 13:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hefur ekki stórar áhyggjur af þátttöku landsliðskvenna á móti í sjö manna bolta í Portúgal Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ekki áhyggjur af þátttöku nokkurra landsliðskvenna á spennandi móti í sjö manna bolta sem hefst í Portúgal á morgun og það skömmu fyrir landsliðsverkefni, þangað til einhver meiðist. Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira