Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2025 12:02 Caroline Graham Hansen hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum fyrir Barcelona í vetur og getur orðið Evrópumeistari þriðja árið í röð með liðinu á laugardaginn. Hún mætir svo Íslandi í næstu viku. Getty/Maja Hitij Norska landsliðið mætir Íslandi með enn sterkari hóp en síðast og er núna með Caroline Graham Hansen til taks, fyrir leikinn mikilvæga í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í næstu viku. Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina við Ísland 30. maí og Sviss 3. júní, í lokaumferðum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Liverpool-stjarnan Sophie Román Haug var ekki valin og ekki heldur reynsluboltarnir Maren Mjelde og María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar ráðgjafa HSÍ. Mjelde ku þó eiga við meiðsli að stríða. Ísland, Noregur og Sviss eru í harðri baráttu um að halda sér í A-deild á meðan að Frakkland hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum keppninnar, með því að vinna alla fjóra leiki sína. Hörð barátta um að halda sér uppi í aðdraganda HM Noregur er með 4 stig, Ísland 3 stig og Sviss 2 stig en neðsta liðið fellur beint niður í B-deild og næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild á næstu leiktíð. Liðið sem endar í 2. sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Sæti í A-deild er afar mikilvægt upp á baráttuna um sæti á næsta heimsmeistaramóti að gera. Graham Hansen, ein allra besta knattspyrnukona heims, er í norska hópnum eftir að hafa misst af markalausa jafnteflinu í Laugardal í apríl. Hún spilar fyrst stærsta leik ársins; úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu við Arsenal á laugardaginn. Það gera sömuleiðis Ingrid Syrstad Engen, einnig með Barcelona, og Frida Maanum með Arsenal, sem báðar eru í norska hópnum. Ísland og Noregur eiga svo einnig eftir að mætast á Evrópumótinu í júlí. Norski hópurinn gegn Íslandi og Sviss: Markmenn: Cecilie Fiskerstrand, Aurora Mikalsen, Selma Panengstuen Varnarmenn: Tuva Hansen, Guro Bergsvand, Marthine Østenstad, Thea Bjelde, Marit Bratberg Lund, Emilie Woldvik, Mathilde Hauge Harviken Miðjumenn: Ingrid Syrstad Engen, Vilde Bøe Risa, Justine Kielland, Lisa Naalsund, Frida Maanum, Karina Sævik Sóknarmenn: Guro Reiten, Celin Bizet Ildhusøy, Signe Gaupset, Synne Jensen, Caroline Graham Hansen, Ada Hegerberg, Elisabeth Terland Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina við Ísland 30. maí og Sviss 3. júní, í lokaumferðum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Liverpool-stjarnan Sophie Román Haug var ekki valin og ekki heldur reynsluboltarnir Maren Mjelde og María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar ráðgjafa HSÍ. Mjelde ku þó eiga við meiðsli að stríða. Ísland, Noregur og Sviss eru í harðri baráttu um að halda sér í A-deild á meðan að Frakkland hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum keppninnar, með því að vinna alla fjóra leiki sína. Hörð barátta um að halda sér uppi í aðdraganda HM Noregur er með 4 stig, Ísland 3 stig og Sviss 2 stig en neðsta liðið fellur beint niður í B-deild og næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild á næstu leiktíð. Liðið sem endar í 2. sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Sæti í A-deild er afar mikilvægt upp á baráttuna um sæti á næsta heimsmeistaramóti að gera. Graham Hansen, ein allra besta knattspyrnukona heims, er í norska hópnum eftir að hafa misst af markalausa jafnteflinu í Laugardal í apríl. Hún spilar fyrst stærsta leik ársins; úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu við Arsenal á laugardaginn. Það gera sömuleiðis Ingrid Syrstad Engen, einnig með Barcelona, og Frida Maanum með Arsenal, sem báðar eru í norska hópnum. Ísland og Noregur eiga svo einnig eftir að mætast á Evrópumótinu í júlí. Norski hópurinn gegn Íslandi og Sviss: Markmenn: Cecilie Fiskerstrand, Aurora Mikalsen, Selma Panengstuen Varnarmenn: Tuva Hansen, Guro Bergsvand, Marthine Østenstad, Thea Bjelde, Marit Bratberg Lund, Emilie Woldvik, Mathilde Hauge Harviken Miðjumenn: Ingrid Syrstad Engen, Vilde Bøe Risa, Justine Kielland, Lisa Naalsund, Frida Maanum, Karina Sævik Sóknarmenn: Guro Reiten, Celin Bizet Ildhusøy, Signe Gaupset, Synne Jensen, Caroline Graham Hansen, Ada Hegerberg, Elisabeth Terland
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira