Lífið

„Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán fór yfir netsvindl með Sindra Sindrasyni.
Stefán fór yfir netsvindl með Sindra Sindrasyni.

Starfsmenn Arion banka sem hafa sett upp það sem kallast Escape room innan bankans sem kennir fólki að læra að bera kennsl á netsvindl.

Sindri Sindrason kynnti sér málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni.

Oftast eru þessi Escape room þannig hönnuð að fólk á að leysa þrautir til þess að komast út úr herbergi. En í þessu, berra kennsl á netsvindl.

„Við viljum vekja athygli á að allir geta lent í svindlum og þarna úti er margar hættur,“ segir Stefán Skúlason sérfræðingum í svikavörnum hjá Arion banka.

„Við þurfum að vera vakandi og þegar það koma skrítnir póstar, hugsa sig tvisvar um. Það eru ekki allir póstar þannig að það þurfi að opna þá, sumir mega bara fara í ruslið. Í þessu herbergi erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara. Hvernig er best að læra? Það er að hugsa eins og svikari. Þá fyrst fattar þú kannski merkin um það að þú sért að lenda í svikum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.