Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2025 10:31 Reynir (t.v.) kyssir Íslandsmeistarabikarinn. Vísir/Anton Brink Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur. Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira