Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 09:00 Matheus Cunha virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Úlfana. Getty/Cameron Smith Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi við Wolves og Matheus Cunha um að þessi brasilíski sóknarmaður verði leikmaður United næstu fimm árin. Vistaskipti Cunha hafa legið í loftinu en nú segir félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano að allt sé klappað og klárt. 🚨🇧🇷 Matheus Cunha to Manchester United, here we go! Verbal agreement in place between all parties involved.Cunha will sign deal until June 2030 with option until 2031. Wolves to receive £62.5m clause value in installments.Formal steps/contracts to be checked next week. pic.twitter.com/RiP4iMoH6m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2025 Cunha muni skrifa undir samning sem gildi til fimm ára, með möguleika á árs framlengingu, og að United muni greiða Wolves samtals 62,5 milljónir punda, eða 10,7 milljarða króna, í greiðslum sem nú sé verið að ganga frá hvernig skipta eigi upp. United og Wolves enduðu með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíðinni sem var að ljúka, í 15. og 16. sæti. Cunha fór á kostum fyrir Úlfana og var þeirra markahæsti maður með fimmtán mörk, í 9. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar. Þrátt fyrir að United hafi aðeins unnið 17 af 48 leikjum sínum, eftir að Ruben Amorim tók við stjórn liðsins, bendir allt til þess að Portúgalinn verði áfram við stjórnvölinn og að Cunha verið fyrsti nýi leikmaðurinn sem hann fær í sumar. Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir gangi allt eftir muni Cunha klæðast treyju númer 10 og taka þannig við af Marcus Rashford. 🚨 Exclusive: Matheus Cunha has agreed a five-year contract with #MUFC. Manchester United will now approach Wolves this week. Cunha has a £62.5m clause.Cunha expected to wear No.10 at #MUFC if all goes to plan.🇧🇷 pic.twitter.com/9xPfHJ2jCY— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 25, 2025 Hinn 25 ára gamli Cunha hefur leikið með Wolves frá ársbyrjun 2023 eftir að hafa áður verið hjá Atlético Madrid, Herthu Berlín, RB Leipzig og Sion í Sviss en þangað kom hann 18 ára gamall frá Coritiba í Brasilíu. Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Vistaskipti Cunha hafa legið í loftinu en nú segir félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano að allt sé klappað og klárt. 🚨🇧🇷 Matheus Cunha to Manchester United, here we go! Verbal agreement in place between all parties involved.Cunha will sign deal until June 2030 with option until 2031. Wolves to receive £62.5m clause value in installments.Formal steps/contracts to be checked next week. pic.twitter.com/RiP4iMoH6m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2025 Cunha muni skrifa undir samning sem gildi til fimm ára, með möguleika á árs framlengingu, og að United muni greiða Wolves samtals 62,5 milljónir punda, eða 10,7 milljarða króna, í greiðslum sem nú sé verið að ganga frá hvernig skipta eigi upp. United og Wolves enduðu með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíðinni sem var að ljúka, í 15. og 16. sæti. Cunha fór á kostum fyrir Úlfana og var þeirra markahæsti maður með fimmtán mörk, í 9. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar. Þrátt fyrir að United hafi aðeins unnið 17 af 48 leikjum sínum, eftir að Ruben Amorim tók við stjórn liðsins, bendir allt til þess að Portúgalinn verði áfram við stjórnvölinn og að Cunha verið fyrsti nýi leikmaðurinn sem hann fær í sumar. Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir gangi allt eftir muni Cunha klæðast treyju númer 10 og taka þannig við af Marcus Rashford. 🚨 Exclusive: Matheus Cunha has agreed a five-year contract with #MUFC. Manchester United will now approach Wolves this week. Cunha has a £62.5m clause.Cunha expected to wear No.10 at #MUFC if all goes to plan.🇧🇷 pic.twitter.com/9xPfHJ2jCY— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 25, 2025 Hinn 25 ára gamli Cunha hefur leikið með Wolves frá ársbyrjun 2023 eftir að hafa áður verið hjá Atlético Madrid, Herthu Berlín, RB Leipzig og Sion í Sviss en þangað kom hann 18 ára gamall frá Coritiba í Brasilíu.
Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira