Lífið

Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sigga Ólafsdóttir, sem hefur komið að skipulagninu fjölmargra tónlistarviðburða, og maðurinn hennar Hilmar Mathiesen markaðsstjóri Útilífs eru að selja fallega íbúð í miðbænum.
Sigga Ólafsdóttir, sem hefur komið að skipulagninu fjölmargra tónlistarviðburða, og maðurinn hennar Hilmar Mathiesen markaðsstjóri Útilífs eru að selja fallega íbúð í miðbænum. SAMSETT

Hjúin Sigga Ólafsdóttir og Hilmar Mathiesen hafa sett bjarta og fallega íbúð sína á Tryggvagötu á sölu. Íbúðin er tæplega 85 fermetrar í hjarta miðbæjarins og ásett verð er 93,9 milljónir. 

Sigga er sannkölluð tónlistarbransadrottning en hún hefur komið að fjölda tónlistartengdra viðburða undanfarin ár. Samhliða því starfar Sigga sem deildarstjóri á meðferðardeild hjá Barna- og fjölskyldustofu en Hilmar er markaðsstjóri Útilífs. Saman eiga þau tæplega þriggja ára dóttur, Sigrúnu Gróu. 

Fjölskyldan hyggst nú færa sig um set en íbúðin, sem er staðsett á Tryggvagötu 13, er með tveimur svefnherbergjum, litlu fataherbergi, svölum, gólfhita alls staðar, innfelda led lýsingu og tölvustýrt ljósa- og hitakerfi. Sömuleiðis er útsýni í átt að borginni og lyfta. 

Hér má nálgast nánari upplýsingar um eignina. 

Lítið fataherbergi inn af stærra svefnherberginu.Borg fasteignasala
Skemmtilegur gluggi í hjónaherbergi.Borg fasteignasala
Íbúðin er á Tryggvagötu 13.Borg fasteignasala
Björt íbúð með stórum gluggum.Borg fasteignasala
Nýjar og stílhreinar innréttingar. Borg fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.