„Þá leið mér frekar illa eftir leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:57 Óskar Hrafn var að mæta á Kópavogsvöll í fyrsta sinn síðan hann hætti sem þjálfari Breiðabliks. vísir / diego Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR sagði hundfúlt að tapa fyrir Stjörnunni í kvöld en sagðist þó ekki myndu vilja skipta út leikstíl KR-liðsins fyrir stigin þrjú sem Stjarnan fékk úr leiknum. KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“ Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“
Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira