Lamine Yamal segir leikinn geta ráðið úrslitum í baráttunni um Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2025 22:01 Lamine Yamal með spænska meistarabikarinn sem hann vann með Barcelona á dögunum. Getty/ Florencia Tan Jun Hinn sautján ára gamli Lamine Yamal er óhræddur að setja aðeins meira á vogarskálarnar fyrir undanúrslitaleik Spánverjar og Frakka í Þjóðadeildinni í vikunni. Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal. Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal.
Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira