Minni þorskafli kosti fleiri milljarða Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 13:17 Þorskur er verðmætasti nytjastofninn við Íslandsstrendur. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að minna aflamark þorsks fyrir næsta fiskveiðiár muni kosta þjóðarbúið allt að sjö milljarða króna í útflutningstekjum af þorski. Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“ Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira