Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 14:02 Heimir Hallgrímsson var brosmildur á blaðmannafundi írska knattspyrnusambandsins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00