„Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 09:02 Handboltamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson varð um helgina þrefaldur meistari með Sporting í Portúgal annað árið í röð, eftir magnað einvígi gegn Íslendingaliðinu Porto. Honum líkar lífið í Lissabon vel og ætlar að halda áfram að vinna titla með liðinu næstu tvö árin hið minnsta. Sporting byrjaði tímabilið á að vinna Ofurbikarinn, tapaði síðan aðeins einum deildarleik og varð portúgalskur meistari fyrir rúmri viku en átti þá eftir að spila bikarúrslitaleik. „Við fögnuðum eins og meistarar - við getum orðað það þannig“ sagði Orri en deildarmeistarafögnuð Sporting manna má sjá hér fyrir neðan. Magnað einvígi og mikil virðing Titlaþrennan var svo tekin með sigri í bikarúrslitaleiknum síðasta laugardag. Orri var í stóru hlutverki þar eins og í öðrum leikjum liðsins, skoraði fimm góð mörk en markahæsti maður vallarins var liðsfélagi hans í landsliðinu, Þorsteinn Leó Gunnarsson sem spilar fyrir helstu andstæðingana, Porto. „Það gefur manni extra motivation þegar maður spilar við Íslendinga og liðsfélaga í landsliðinu, það er alltaf skemmtilegt og gaman að vita ef þeim á vellinum. Svo hefði Porto alveg geta unnið í fyrra og unnið núna, þeir eru ótrúlega góðir og við þurfum að hafa mikið fyrir hverri einustu vörn og sókn. Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í og ég ber að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim.“ Líður einstaklega vel í Sporting Orri er lykilmaður í vinstra horninu hjá Sporting og deilir stöðunni með portúgölskum landsliðsmanni. Honum líkar lífið vel í Lissabon og framlengdi nýlega samning sinn við félagið til ársins 2027. Orri hefur verið hjá Sporting síðan 2022 og framlengdi nýlega samning sinn til ársins 2027.Sporting „Sá samningur tekur gildi í júlí, mér líður ótrúlega vel í Sporting og ég er ekki með hugann við neitt annað en að halda áfram og reyna að uppskera vel með strákunum þar. Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, það getur allt gerst en eins og staðan er líður mér einstaklega vel í Sporting og þar vil ég vera“ sagði Orri að lokum í innslagi Sportpakka Stöðvar 2 sem má sjá í spilaranum að ofan. Portúgalski boltinn Handbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Sporting byrjaði tímabilið á að vinna Ofurbikarinn, tapaði síðan aðeins einum deildarleik og varð portúgalskur meistari fyrir rúmri viku en átti þá eftir að spila bikarúrslitaleik. „Við fögnuðum eins og meistarar - við getum orðað það þannig“ sagði Orri en deildarmeistarafögnuð Sporting manna má sjá hér fyrir neðan. Magnað einvígi og mikil virðing Titlaþrennan var svo tekin með sigri í bikarúrslitaleiknum síðasta laugardag. Orri var í stóru hlutverki þar eins og í öðrum leikjum liðsins, skoraði fimm góð mörk en markahæsti maður vallarins var liðsfélagi hans í landsliðinu, Þorsteinn Leó Gunnarsson sem spilar fyrir helstu andstæðingana, Porto. „Það gefur manni extra motivation þegar maður spilar við Íslendinga og liðsfélaga í landsliðinu, það er alltaf skemmtilegt og gaman að vita ef þeim á vellinum. Svo hefði Porto alveg geta unnið í fyrra og unnið núna, þeir eru ótrúlega góðir og við þurfum að hafa mikið fyrir hverri einustu vörn og sókn. Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í og ég ber að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim.“ Líður einstaklega vel í Sporting Orri er lykilmaður í vinstra horninu hjá Sporting og deilir stöðunni með portúgölskum landsliðsmanni. Honum líkar lífið vel í Lissabon og framlengdi nýlega samning sinn við félagið til ársins 2027. Orri hefur verið hjá Sporting síðan 2022 og framlengdi nýlega samning sinn til ársins 2027.Sporting „Sá samningur tekur gildi í júlí, mér líður ótrúlega vel í Sporting og ég er ekki með hugann við neitt annað en að halda áfram og reyna að uppskera vel með strákunum þar. Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, það getur allt gerst en eins og staðan er líður mér einstaklega vel í Sporting og þar vil ég vera“ sagði Orri að lokum í innslagi Sportpakka Stöðvar 2 sem má sjá í spilaranum að ofan.
Portúgalski boltinn Handbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira