Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2025 12:19 Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. vísir/arnar Þjóðgarðsvörður Þingvalla hvetur fólk til að taka saman höndum og treysta sín heit á Þingvöllum í sól og sumaryl í dag. Þar fer fram sérstök hátíðardagskrá með það fyrir stafni að hita upp fyrir þjóðhátíðardaginn á þriðjudag. „Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit.“ Svo orti skáldið hér um árið en Íslendingar eru einmitt hvattir til að fjölmenna á Þingvöll í dag og taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá sem ber nafnið Skundum á Þingvöll til að hita upp fyrir 17. júní. Skorar á Unu Torfa Um fjölbreytta dagskrá er að ræða en Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Það verður kórsöngur hér við Lögberg fram til þrjú. Svo kemur leikhópurinn Lotta klukkan fjögur. Svo mun Una Torfa loka dagskránni í dag með tónleikum sem hefjast klukkan hálf sex og mun spila einhverja stund. Þar fyrir utan er líka hin sívinsæli fornleifaskóli barnanna.“ Mun Una taka sín lög eða mun hún jafnvel syngja Öxar við ána í tilefni dagsins? „Ég bara treysti því og skora á hana hér í þessu viðtali líka. Hún mun auðvitað taka öll sín frábæru lög en ég verð illa svikinn ef hún tekur ekki Öxar við ána líka.“ Guðni Th. standi sig prýðilega Að auki heldur Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, utan um söng og sögugöngu sem stendur nú yfir á Þingvöllum. Guðni starfar sem landvörður í hlutastarfi í sumar og hefur staðið sig með prýði í starfi að sögn Einars. „Hann stendur sig ógnarvel eins og hans er von og vísa. Hann stendur svo hérna vaktina í allan dag eftir að hann hefur lokið sinni gönguferð.“ Einar bendir fólki á tímabundin bílastæði sem er búið að koma upp við grasflötinn við Öxarárfoss og hvetur fólk til að taka saman höndum í sumarblíðunni. „Það er staðurinn þar sem menn eiga að safnast saman og treysta sín heit.“ Þingvellir 17. júní Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit.“ Svo orti skáldið hér um árið en Íslendingar eru einmitt hvattir til að fjölmenna á Þingvöll í dag og taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá sem ber nafnið Skundum á Þingvöll til að hita upp fyrir 17. júní. Skorar á Unu Torfa Um fjölbreytta dagskrá er að ræða en Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Það verður kórsöngur hér við Lögberg fram til þrjú. Svo kemur leikhópurinn Lotta klukkan fjögur. Svo mun Una Torfa loka dagskránni í dag með tónleikum sem hefjast klukkan hálf sex og mun spila einhverja stund. Þar fyrir utan er líka hin sívinsæli fornleifaskóli barnanna.“ Mun Una taka sín lög eða mun hún jafnvel syngja Öxar við ána í tilefni dagsins? „Ég bara treysti því og skora á hana hér í þessu viðtali líka. Hún mun auðvitað taka öll sín frábæru lög en ég verð illa svikinn ef hún tekur ekki Öxar við ána líka.“ Guðni Th. standi sig prýðilega Að auki heldur Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, utan um söng og sögugöngu sem stendur nú yfir á Þingvöllum. Guðni starfar sem landvörður í hlutastarfi í sumar og hefur staðið sig með prýði í starfi að sögn Einars. „Hann stendur sig ógnarvel eins og hans er von og vísa. Hann stendur svo hérna vaktina í allan dag eftir að hann hefur lokið sinni gönguferð.“ Einar bendir fólki á tímabundin bílastæði sem er búið að koma upp við grasflötinn við Öxarárfoss og hvetur fólk til að taka saman höndum í sumarblíðunni. „Það er staðurinn þar sem menn eiga að safnast saman og treysta sín heit.“
Þingvellir 17. júní Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira