Þingmenn stjórnarandstöðu sagðir barnalegir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:24 Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um málþóf á Alþingi, þingmenn hennar hafi verið barnalegir í framgöngu. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. Vísir Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um ófagleg vinnubrögð á Alþingi til að tefja að mál komist í gegn. Þingmaður Viðreisnar telur endurskoða þurfi þann tíma sem þingmenn hafa í ræðustól. Vælukór segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Halda áfram að ræða veiðigjöldin Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Halda áfram að ræða veiðigjöldin Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02
Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55