„Ég held samt að hann sé að bulla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 11:30 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, komst ekki upp með þá froðu að hann horfi ekki á töfluna. Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, kom upp um hann þar. Sýn Þróttarakonur byrjuðu tímabilið frábærlega, töpuðu ekki í fyrstu átta leikjum sínum í Bestu deildinni og komust í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið tapaði síðan tveimur leikjum með nokkra daga millibili. Bestu mörkin fóru yfir stöðuna í Laugardalnum. Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan. Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira