„Ég held samt að hann sé að bulla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 11:30 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, komst ekki upp með þá froðu að hann horfi ekki á töfluna. Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, kom upp um hann þar. Sýn Þróttarakonur byrjuðu tímabilið frábærlega, töpuðu ekki í fyrstu átta leikjum sínum í Bestu deildinni og komust í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið tapaði síðan tveimur leikjum með nokkra daga millibili. Bestu mörkin fóru yfir stöðuna í Laugardalnum. Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan. Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn