Steikjandi hiti og varamenn geymdir inni í klefa á HM Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 11:00 Gregor Kobel, markvörður Dortmund, reynir að kæla sig niður í hitanum í Ohio. Getty/Hendrik Deckers Sterk sól og hiti yfir þrjátíu gráðum varð til þess að þjálfarar þýska liðsins Dortmund ákváðu að hafa varamenn liðsins inni í búningsklefa, í fyrri hálfleik leiks á HM félagsliða í fótbolta í gær. Dortmund mætti suðurafríska liðinu Mamelodi Sundowns á HM í gær, í Cincinnati í Ohio, og var hitastigið í loftinu um 31 gráða. Á meðan að leikmenn byrjunarliðanna hömuðust í hitanum í fyrri hálfleik þá fylgdust varamenn Dortmund einfaldlega með leiknum á sjónvarpsskjá inni í búningsklefa. „Aldrei séð þetta áður en í þessum hita er ekkert vit í öðru,“ skrifaði Dortmund og birti mynd af varamönnunum í klefanum: Our subs watched the first half from inside the locker room to avoid the blazing sun at TQL Stadium – never seen that before, but in this heat, it absolutely makes sense. 🥵 #FIFACWC pic.twitter.com/5GYtMER1fQ— Borussia Dortmund (@BVB) June 21, 2025 Í seinni hálfleiknum komu varamennirnir svo út en voru undir sólhlífum til að verjast steikjandi sólinni. This heat is something else 🥵☀️ pic.twitter.com/6o5HwWaB3i— Borussia Dortmund (@BlackYellow) June 21, 2025 Það reyndi svo sannarlega á leikmenn Dortmund að spila í þessum hita en þeir höfðu þó að lokum sigur, 4-3, og eru því með fjögur stig í sínum riðli eftir tvo leiki. Þeim dugar stig gegn Ulsan HD frá Suður-Kóreu á miðvikudaginn til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. „Við áttum í harðri baráttu við hitann og andstæðing sem gat höndlað aðstæðurnar betur. Þetta er mót sem við viljum keppa í og reyna að vinna heimsmeistaratitil en aðstæðurnar eru mjög erfiðar fyrir öll liðin,“ sagði Niko Kovac, þjálfari Dortmund. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Dortmund mætti suðurafríska liðinu Mamelodi Sundowns á HM í gær, í Cincinnati í Ohio, og var hitastigið í loftinu um 31 gráða. Á meðan að leikmenn byrjunarliðanna hömuðust í hitanum í fyrri hálfleik þá fylgdust varamenn Dortmund einfaldlega með leiknum á sjónvarpsskjá inni í búningsklefa. „Aldrei séð þetta áður en í þessum hita er ekkert vit í öðru,“ skrifaði Dortmund og birti mynd af varamönnunum í klefanum: Our subs watched the first half from inside the locker room to avoid the blazing sun at TQL Stadium – never seen that before, but in this heat, it absolutely makes sense. 🥵 #FIFACWC pic.twitter.com/5GYtMER1fQ— Borussia Dortmund (@BVB) June 21, 2025 Í seinni hálfleiknum komu varamennirnir svo út en voru undir sólhlífum til að verjast steikjandi sólinni. This heat is something else 🥵☀️ pic.twitter.com/6o5HwWaB3i— Borussia Dortmund (@BlackYellow) June 21, 2025 Það reyndi svo sannarlega á leikmenn Dortmund að spila í þessum hita en þeir höfðu þó að lokum sigur, 4-3, og eru því með fjögur stig í sínum riðli eftir tvo leiki. Þeim dugar stig gegn Ulsan HD frá Suður-Kóreu á miðvikudaginn til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. „Við áttum í harðri baráttu við hitann og andstæðing sem gat höndlað aðstæðurnar betur. Þetta er mót sem við viljum keppa í og reyna að vinna heimsmeistaratitil en aðstæðurnar eru mjög erfiðar fyrir öll liðin,“ sagði Niko Kovac, þjálfari Dortmund.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira