Kraftaverkakona sem þekkir Ísland út og inn Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 16:33 Lidija Stojkanovic hefur verið að gera magnaða hluti fyrir serbneskan fótbolta. Hún spilaði lengi hér á landi og þjálfaði einnig. FSS Serbneska landsliðið sem Ísland mætir á morgun, í generalprufunni fyrir EM kvenna í fótbolta, leikur undir stjórn „kraftaverkakonu“ sem bjó og starfaði lengi á Íslandi. Liðin mætast í Serbíu klukkan 17 að íslenskum tíma. Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira